Helstu kostirnir við að gera líkamsrækt að lífsstíl og stunda daglega eru aukið heilbrigði, vellíðan andlega og líkamlega. Þegar að við breytum slíkum lifnaðarháttum þá fylgir meiri orka, líkamleg vellíðan, bætt sjálfsmynd og aukið sjálfstraust. Dánarorsök fólks er oft rakin til ofneyslu fitu og offitu. Má þar nefna hjarta- og æðasjúkdóma og krabbamein. Fituríkt mataræði má einnig tengja sykursýki, háu kólesteróli, meltingartruflunum, brjóstsviða og streitu.
Hér eru 7 góð ráð fyrir þig kæri lesandi um ávinning þess að gera heilsurækt að lífstíl.
Allt of stór hluti fólks hefur einhvers konar hjartasjúkdóma. Fitulítið mataræði getur komið í veg fyrir eða haldið niðri hjartasjúkdómum. Þetta er ekki síst mikilvægt í ljósi þess að uppskurðir og meðferð þeim samfara er oft ekki varanleg lækning. Sjúklingar sem hafa farið í hjartaþræðingu, æðablástur og jafnvel fengið gerviæðar geta ekki litið á það sem einhverja varanlega lausn vegna þess að í mörgum tilfellum stíflast æðarnar aftur innan fáeinna mánaða eða ára. Breytingar á lífsstíl eru nauðsynlegar til að fá varanlegan bata. Fitulítið, trefjaríkt mataræði er einnig mikilvæg forvörn.
Vantar þig að fá útrás? Eða þarftu að losa um streituna eftir erfiðan dag? Iðkun líkamsræktar eða ganga 30 mínútur rösklega getur hjálpað. Líkamsrækt örvar ýmis efni heilans gera þig tilfinningalega hamingjusamari og hefur áhrif á eigin vellíðan. Þú verður meðvitaðri um eigið útlit og sjálfvitund þín eykst við reglulega líkamsrækt. Sjálfstraust og vellíðan á líkama og sál eykst.
Borðaðu á þriggja tíma fresti til að halda brennslunni gangandi.Þegar þú ætlar að taka þig verulega á þá er nauðsynlegt að skera niður sætindi, gosdrykki, kex, og kökur. Allt er þó leyfilegt 1x í viku (t.d á laugardögum) nammidagana. Verið dugleg að drekka nóg af vatni yfir allan daginn og einnig á meðan að æfingu stendur. Vatn er allra meina bót.
Mjög gott er að halda utan um mataræðið sitt með því að skrifa matardagbók. Með þv að halda matardagbók þá fær maður betra yfirsýn yfir það sem maður lætur ofan í sig og hefur betri yfirsýn yfir fæðuval. Ég mæli með að borða fimm til sex máltíðir á hverjum degi. Það er morgunmatur, millimál, hádegismatur, millimál, kvöldmatur og kvöldsnarl.
Áttu í erfiðleikum með svefn? Regluleg hreyfing getur hjálpað þér við að sofna og dýpkar svefn þinn. Stundaðu líkams- og heilsurækt daglega og þú munt finna mun á svefninum. Auk þess hefur líkamsrækt margvísleg önnur heilsubætandi áhrif. Þeir sem eiga við svefnerfiðleika að stríða ættu að stunda hreyfingu með meðaláreynslu í 4 til 6 klukkutíma á viku.
Finnst þér þú vera of þreytt/ur eða langar ekki að njóta líkamlegrar nándar við maka þinn? Regluleg líkamsrækt getur haft jákvæð áhrif á kynlíf þitt. Regluleg hreyfing getur valdið aukinni örvun fyrir konur og karlmenn. Kynlíf er hollt fyrir líkama, nándina og sálina.
Íþróttir og líkamsrækt er besta og skemmtilegasta leiðin til að varðveita eigin heilsu . Við eigum aðeins einn líkama og heilsan okkar er það dýrmætasta sem við eigum. Líkamsrækt gefur þér tækifæri til að slaka á, og njóta lífsins sem gerir þig hamingjusamari. Aukin líkamsrækt getur einnig hjálpað þér að tengjast betur fjölskyldu eða vinum í skemmtilegu, félagslegu og hvetjandi umhverfi. Ég vil hvetja þig kæri lesandi að byrja strax að stunda líkams- og heilsurækt. Finna heilsuræktina sem þú nýtur að stunda.
Góð heilsa er gulli betri.