c

Pistlar:

11. desember 2018 kl. 9:09

Unnur Pálmarsdóttir (unnurpalmars.blog.is)

Bananabrauð fyrir jólin

Bananabrauð er alltaf vinsælt á mínu heimili og hér er holl og fljótleg uppskrift af ljúffengu bananabrauði fyrir jólin.image

Bananabrauð Unnar:

• 3 heilir bananar
• 2 egg
• 1 dl haframjöl
• 2 dl gróft spelt hveiti
• 1 dl hrásykur
• 1 tsk lyftiduft
• 3 tsk kanill

Setjið allt hráefnið saman í skál og hrærið.

Bakist við 180 gráður í 35 mínútur.

Mjög gott að bera bananabrauðið fram með hnetusmjöri, eplum, bláberjum og jarðaberjum.

Njótið!

Jólakveðja,

Unnur Pálmarsdóttir. 

Unnur Pálmarsdóttir

Unnur Pálmarsdóttir

Unnur Pálmarsdóttir lauk MBA gráðu frá Háskóla Íslands árið 2012,  diplómanámi í mannauðsstjórnun frá Endurmenntun Háskóla Íslands 2008, M.Sc. gráða í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands 2020.  

Unnur er mannauðsráðgjafi, deildarstjóri framleiðslu í hreyfi- og fræðsluferðum, fararstjóri, hóptímakennari, einkaþjálfari og eigandi Fusion, eigandi Fusion Fitness Academy, UP Online Health Club og kennir á ráðstefnum og fræðsluerindi erlendis. 

Unnur er höfundur að líkamsræktarkerfunum Fusion Pilates, Kick Fusion, Hot Fusion og Dance Fusion. 

Unnur hefur unnið á flestum sviðum mannauðs- og fræðslumála. Hún hefur unnið við mannauðsstjórnun, markaðsstjórnun, fræðslumál, breytingastjórnun, stefnumiðaða stjórnun í heilsu-og líkamsræktariðnaðinum bæði hérlendis og erlendis. Hún hefur einnig kennt á ráðstefnum, haldið erindi um heim allan og er frumkvöðull í menntun hóptímakennara og þjálfara á Íslandi.  hefur starfað sem ráðgjafi og kennari hjá Virgin Active og David Lloyd í Bretlandi í mörg ár. Unnur er eigandi og stofnandi að Fusion. 

www.fusion.is 

 

 

 

 

 
Meira