Jólin er sá tími árs þegar að sykurátið tekur völdin og því er gott að passa enn betur upp á mataræðið, hvíldina og næringuna. Jólaboð og hittingar eru margir, tíminn hverfur frá okkur og við grípum í það sem hendi er næst til að nærast. Oftast er það skyndibitinn sem verður fyrir valinu þegar lítill tími er í sólarhringnum en sem betur fer erum við orðin meðvitaðri um hvað við borðum allt árið. Mikilvægt er að huga vel að líkama og sál. Því langaði mig að minnast á sykurinn sem leynist í ansi mörgum matvælum og er síður hollur fyrir okkur.
Sykur er eitt versta efnið í nútíma mataræði. Sykur getur haft skaðleg áhrif á efnaskipti og stuðlað að alls kyns sjúkdómum. Ég tók saman sex ástæður af hverju þú kæri lesandi ættir að forðast sykur yfir jólin, borða hollt og næringarríkt fæði og stunda heilsurækt yfir hátíðirnar.
Gott er að hafa í huga að allt er best í hófi kæri lesandi og líka sykurinn.
Gleðilega hátíð og farsælt komandi heilsuár 2019.
Unnur Pálmarsdóttir
Mannauðsráðgjafi og eigandi Fusion