c

Pistlar:

1. júlí 2015 kl. 14:39

Valentína Björnsdóttir (valentina.blog.is)

Grillað sumarsalat

11657343_10153449557132940_1461384885_nEitt af því sem ég elska að gera á sumrin er að rúnta um sveitina mína og ná mér í gott grænmeti frá grænmetisbændum sem selja beint frá býli.

Um daginn fór ég á Engi í Laugarási. Þau eru með lífræna ræktun og rækta besta eggaldin sem ég hef fengið ásamt kúrbít og öllu hinu góðgætinu sem þau bjóða uppá.Sem betur fer er líka hægt að kaupa vörurnar þeirra hér í bænum.

Eftir síðustu heimsókn á Engi bjó ég til þetta góða salat ég má til með að deila uppskriftinni með ykkur. Það er afar einfalt að búa það til og hentar ágætlega eitt og sér sem létt máltíð.

Dressing

1 hvítlauksrif fínt saxað

5 msk jómfrúar ólífuolía

Safi úr 1 sítrónu

1 msk gott balsamicedik

1 msk söxuð minta Öllu blandað saman í skál

Olia til að pensla með

2 meðalstór eggaldin

1 kúrbítur

1 pk strengjabaunir

Gróft salt

Svartur pipar

Sneiðið eggaldinið og stráið yfir sneiðarnar fínu salti og látið stand í ca 1 klst.

Skolið saltið af og þerrið eggaldinið vel. Þetta tekur remmuna úr eggaldininu.

Sneiðið kúrbítinn, grillið hann og eggaldinið. Penslið sneiðarnar með olíu.

Hellið sjóðandi heitu vatni á strengjabaunirnar og látið standa í 3 mínútur.

Raðið eggaldini og kúrbítssneiðunum á disk. Saxið strengjabaunirnar og stráið þeim yfir.

Hellið dressingunni yfir, saltið og piprið eftir smekk. Fallegt er að skreyta salatið með skjaldfléttu og basilblöðum.

Valentína Björnsdóttir

Valentína Björnsdóttir

Áhugamanneskja um lífsins lystisemdir og heilsusamlegt líferni. Framkvæmdarstjóri Móður Náttúru sem framleiðir grænmetisfæði fyrir stóreldhús og á neytendamarkað.

Meira