c

Pistlar:

22. nóvember 2015 kl. 21:46

Valentína Björnsdóttir (valentina.blog.is)

Jólahjal og Hnetubuff

11215139_10153760935192940_4879456592776795984_n (1)það kveikti í jólabarninu í mér Þegar ég fletti jólablaði moggans um daginn girnilegar jólauppskriftir og hitt og þetta jóladúll glöddu hjarta mitt.Svo núna sé ég aðventuna í hyllingum langir dimmir desemberdagar verða uppspretta sælu stunda við kertljós og huggulegheit.

Gott ef ég verð ekki bara búin að öllu. Á sunnudögum verður kveikt á kerti í aðventukransinum, heimilið orðið skínandi hreint og fínt og ilmurinn af smákökubakstri laugardagsins liggur í loftinu. Mandarínur og smákökur í skál.

Fjölskyldan nostrar við að pakka inn jólagjöfunum og skrifar jólakort til vina og vandamanna. Svo er farið í jólatréskóginn, jóltréð valið að mikilli kostgæfni. Draumurinn er að finna jafn fullkomið tré og í fyrra, svo er drukkið heitt kakó teknar myndir af barninu með jólasveininum og allt sett á Facebook.

Svona getur nú veröldin verið dásamleg og auðvelt að láta sig dreyma um mjúka og fallega daga. Ykkur að segja væri ég alveg til að hafa desember svona, myndi samt vilja bæta við að fara á tónleika, rölta í bænum, hitta vinkonur á happy, halda aðventuboð og gera jólalegt í vinnunni.

Nenni samt ekki að fara í jólatréskóginn það er búið. Einhvernveginn er engin roslegur glans yfir þeim minningum. Veðrið var aldrei eins og á jólakorti meira svona slydda, kaldir fingur og blautir fætur og öll flottu tréin löngu farin, af því við vorum svo sein.

Ég þyrfti þá líka að byrja strax að skipuleggja tiltektina, þrifin, jólagjafainnkaupin, smákökubaksturinn, skreytingarnar og jólakortaskrifin, en ég þarf allavega ekki að kaupa jólakort í ár því þessi frá í fyrra voru aldrei skrifuð.

En ég kveikti oft á kertum þó það væri ekkert sérstaklega fínt í kringum mig, borðaði fullt af smákökum þó að ég hafi ekki bakað þær sjálf og bara man ekki betur að þetta hafi verið alveg dásamlegur desember.

Í hjarta mínu veit ég að ég mun gera þennan desember eins góðan og ég get, hvað sem verður. Einn dag í einu, þakklát fyrir lífið mitt og möguleikana sem ég hef til að gera það innihaldsríkt og fallegt.

Í tilefni af svona jólahjali finnst mér upplagt að láta fylgja með uppskrift hnetubuffi með sveppafyllingu.

Uppskrift: fyrir 2

1 Hnetusteik frá Móður Náttúru

Fylling

Smjörklípa

4 sveppir

2 Skarlottulaukar

2 döðlur

1 msk trönuber

Bakið hetustekina í 40 mín 160c* og látið hana kólna

Sneiðið hnetusteikina í 8 sneiðar

Saxið skarlottulauk, sveppi, döðlur, og trönuber og steikið létt í smjöri, látið kólna.

Leggið 4 sneiðar á eldfastmót, setjið fyllingu á hverja sneið. Lokið buffinu með annari sneið og þrýstið köntunum saman og mótið fallegt buff.

Setjið eplabát ofan á hvert buff og bakið í 15 mín við 180c*

Gott er að bera fram sinnepssósu ferskt salat eða heimalagað rauðkál og bakaðar kartöflur með hnetubuffi.

Sinnepssóa

2 msk olía

4 skarlottulaukar

2 msk Dijon sinnep

1 grænmetisteningur

¼ tsk rosmarin

½ ltr matreiðslurjómi

Svartur pipar eftir smekk

Hitið olíu í potti setjið lauk rosmarin og pipar útí. Látið mýkjast við vægan hita í ca 5 min, Bætið útí grænmetiskraft og sinnepi hrærið saman. Hellið útí matvinnslurjóma og látið suðuna koma upp.

Valentína Björnsdóttir

Valentína Björnsdóttir

Áhugamanneskja um lífsins lystisemdir og heilsusamlegt líferni. Framkvæmdarstjóri Móður Náttúru sem framleiðir grænmetisfæði fyrir stóreldhús og á neytendamarkað.

Meira