Pistlar:

18. nóvember 2024 kl. 9:25

Valgeir Magnússon (valgeirmagnusson.blog.is)

Af hverju endaði Þórður Snær með því að slaufa sjálfum sér.

Mál Þórðar Snæs fór hátt í síðustu viku sem endaði með því að hann fann sig knúinn til að gefa frá sér yfirlýsingu þess efnis að hann myndi ekki taka þingsæti yrði hann kosinn.

Þetta er allt hið furðulegasta mál og hef ég enga skoðun á því hvort hann átti eða átti ekki að gefa frá sér yfirlýsingu sem þessa. En mér þykir áhugavert að skoða svona mál út frá almannatengslavinklinum og af hverju allt að 20 ára gömul skrif af lélegu gríni enduðu svona. Ég tek það fram að ég þekki Þórð ekki neitt og hef enga skoðun á honum fyrir utan það sem komið hefur fram í fjölmiðlum. 

Margir eru nú þegar á Alþingi sem hafa sagt ekki síður slæma hluti opinberlega og ekki er þeim er ekki núið því um nasir í kosningabaráttunni. Ég heyrði á Sprengisandi og á fleiri stöðum að þetta væri eitthvað vinstra/hægra dæmi. Vinstra fólk refsar hvert öðru mun harðar en hægra fólk. Einnig að skrímsladeild Sjálfstæðisflokksins væri orðin mjög fær í að etja vinstra fólki saman. 

En þegar maður skoðar málið ofan í kjölinn þá virðist þetta vera marglaga.

  1. Þessi gömlu skrif voru skrifuð undir dulnefni og hafði Þórður áður neitað fyrir skrifin.
  2. Skrifin eru mjög gildishlaðin um konur.
  3. Þórður hefur farið mikinn í að dæma aðra, líka fyrir hegðun sem átti sér stað fyrir löngu síðan.
  4. Þórður er í framboði fyrir flokk sem hefur verið í fararbroddi hvað varðar fordæmingu slíkrar hegðunar.
  5. Þórður baðst afsökunar en bætti við að hann hefði verið ungur og vitlaus þegar þetta var skrifað ásamt því að segjast hafa verið yngri en hann var.

Það er því þetta tvöfalda siðgæði sem veldur honum mestu vandræðum. Þar hefði þurft að vinna framfyrir sig og klára málin áður en upp um hann komst fyrir framan áhorfendur Spursmála.

Allir sem fara í stjórnmál eiga að vita að beinagrindurnar þeirra munu koma fram. Því er mikilvægt að leggja þær sjálfur á borð áður en aðrir gera það. Í þessu tilfelli hefði það verið nauðsynlegt fyrir Þórð að klára það um leið og hann ákvað að gefa kost á sér. Of mikið var til á netinu og of margir vissu að hann var Þýska stálið til að það kæmi ekki á dagskrá í kosningabaráttu. 

Samfélagið fyrirgefur og sérstaklega þeim sem leggja spilin á borðið. Ef skrifin hefðu ekki verið undir dulnefni á sínum tíma og þau hefðu verið dregin upp á yfirborðið í dag, þá hefði það ekki verið nein fétt. Ef Þórður hefði ekki neitað fyrir skrifin fyrir mörgum árum, þá hefði málið verið afgreitt þá og gleymt í dag. Þórður hefur síðan þá skrifað á allt annan hátt og staðið fyrir allt önnur gildi en þessi skrif gefa til kynna. Ef Þórður hefði ekki verið dómharður í garð annarra hefði dómharkan í hans garð ekki verið eins mikil. Ef Þórður hefði ekki verið í framboði fyrir Samfylkinguna hefði vera hans á listanum ekki verið til jafn mikilla vandræða. Ef Þórður hefði ekki komið með „efsökun“ heldur afsökun sem fylgdi upplýsingum um breytt viðhorf án þess að réttlæta hegðunina með ungæðishætti, þá hefði málið verið auðveldara. Ef Þórður hefði ekki reynt að gefa til kynna að hann hefði verið yngri en hann í raun var, þá hefði málið verið auðveldara.

Þetta er því í raun eitt stórt almannatengslaklúður.

Öll vorum við einhvern tíma ung og vitlaus og við vitum að aðrir voru það líka. Öll vitum við að skrifin áttu að vera grín þó ósmekklegt sé og slíkt grín fór mikinn á þessum árum. En við lærðum sem betur fer flestir sem héldu að slíkt væri fyndið að hætta því og Þórður er gott dæmi um það, sem gerði hann að betri manni. Þórður hefur sýnt síðan með sínum skrifum allt annan mann sem hann hefði þá fengið að sýna í baráttunni. En úr því sem komið var hefði baráttan öll snúist um þetta mál fyrir hann og öll viðtöl farið í að svara fyrir það. Þess vegna var það hans mat að gefa frá sér þessa yfirlýsingu og færa athyglina annað fyrir flokkinn. Ég ímynda mér að ef Þórður hefði lagt spilin á borðið sjálfur í upphafi kosningabaráttunnar þá hefði þetta mál komið og farið á 24 tímum og jafnvel orðið tækifæri fyrir hann að tala um sín gildi í dag.

27. september 2024 kl. 16:50

Tækifærin jafnast

 Ég sótti um daginn ráðstefnuna RIMC þar sem gervigreind eða AI var helsta umræðuefnið og hvernig þessi tækni hefur breytt og mun breyta markaðsmálum. Ég velti fyrir mér í kjölfarið hversu smeyk við mannfólkið erum oft við breytingar. Sérstaklega ef þær ógna tilvist okkar eða tilgangi á einhvern hátt.  Að einhvers konar tækni eða sjálfvirkni breyti störfum og starfsumhverfi er meira
10. apríl 2024 kl. 8:34

Ég ætla að verða meira Beyoncé,

Ég var að hlusta á nýjustu plötu Beyoncé, Cowboy Carter. Platan er frábær en hún er líka mikil ádeila á kántrítónlist og hvernig slík tónlist hefur í gegnum tíðina jaðarsett svartar konur sérstaklega. Beyoncé er frá Texas og ólst upp við þessa jaðarsetningu frá tónlistarsenunni. En hvað gerði hún? Hún bjó til geggjaða kántríplötu og er að beyta heiminum og breyta sögunni. Hún tekur samtalið á meira
22. mars 2024 kl. 15:26

Reiði fólks í hlutfalli við stýrivexti

Ég hef verið hugsi yfir reiði fólks í samfélaginu undanfarið og því hve orðræðan verður sífellt harðari og harðari. Fyrir nokkrum árum voru nettröllin nokkur og þau röfluðu út í eitt og enginn hafði miklar áhyggjur af því. Þetta fólk dæmdi sig bara sjálft. En núna virðist stór hluti þjóðarinnar hafa breyst í einhvers konar nettröll. Það eru góðu nettröllin og vondu nettröllin. Þau góðu hika ekki meira
11. mars 2024 kl. 15:17

Vald fjölmiðla

Ég hef verið hugsi yfir því hvernig fjölmiðlar hafa talað um Söngvakeppnina síðustu viku. Allar fréttir hafa snúist um kosningaklúður, reiði á samfélagsmiðlum og að Ísland sé í „frjálsu falli“ í veðbönkum. Rasisma í garð Bashar og árásir á Heru Björk. Enginn fjölmiðill hefur skrifað um að kona á sextugsaldri hafi verið að vinna Söngvakeppnina og sé á leiðinni að syngja á meira
16. febrúar 2024 kl. 16:57

Ekki lenda á girðingunni

Það eru tvær leiðir til að takast á við vandamál. Önnur veldur því að allt verður auðvelt og fólk hópast saman við að leysa það. Hin leiðin (sem er algengari) er hræðslan við að mistakast. Í báðum tilfellum er drifkraftur og í báðum tilfellum ræðst fólk að vandamálinu, en með algjörlega sitthvora sýnina. Ef andi vinnustaðar eða aðstæðna er þannig að fólk er drifið áfram af hræðslu við að meira
4. desember 2023 kl. 12:42

Auðvitað sýður upp úr!

Aðgerðaleysi stjórnvalda í málefnum fíknisjúkra hefur verið svo gengdarlaust nú árum og áratugum saman að á einhverjum tímapunki hlaut að sjóða upp úr. Virðingarleysi og/eða fávisku virðist vera um að kenna. Meira og minna allar götur frá 1956 þegar Guðni afabróðir minn ásamt fleirum stóðu fyrir því að AA samtökin hæfu starfsemi á Íslandi, föstudaginn langa, hefur allt er við kemur sjúkdómnum meira
5. október 2023 kl. 10:30

Það þarf að ná fólki með sér

Ég hef eins og allir fylgst með Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra kynna hverja vaxtahækkunina á fætur annarri og séð viðtölin við hann á eftir. Hann hefur yfirleitt verið nokkkuð skýr um það af hverju hækka þurfi vextina og hvert vandamálið er. Hann hefur einnig verið skýr um það að verkefnið að ná niður verðbólgunni sé samvinnuverkefni stjórnvalda, fyrirtækja og launþega. Að sama skapi hefur hann meira
13. september 2023 kl. 8:43

Við getum svo miklu betur

Miðvikudaginn 30. ágúst útskrifaðist ung móðir af Vogi. Þar sem ekki var pláss fyrir hana á Vík í meðferð eftir afvötnunina þá þurfti hún að bíða til 12. september til að halda áfram með sína meðferð og vinna í sjálfri sér. Hún lést aðfaranótt laugardags, 2. september. Þetta er því miður ekki einangrað tilvik heldur saga sem endurtekur sig í sífellu. Fíknisjúkdómar eru alvarlegasta meira
10. ágúst 2023 kl. 21:00

Barbie skiptir máli.

Við Silja, konan mín, fórum saman á Barbie í bíó. Myndin er skemmtileg en fyrir mig sem markaðs-, samskipta- og auglýsingamann þá er hún einstaklega áhugaverð.   Dúkkan Barbie hefur fyrir löngu síðan misst sinn upprunalegan tilgang og orðin á skjön við samtímann. Hún varð tákn neysluhyggju, „steríótýpa“ hlutgervingar og óraunverulegra krafna um fullkomnun kvenna. Þetta leikfang meira
1. ágúst 2023 kl. 9:41

Að tilheyra

Hverri manneskju er lífsnauðsynlegt að tilheyra. Tilheyra fjölskyldu, hópi, samfélagi, trúarbrögðum, áhugamálum, íþróttafélagi eða bara mannkyninu öllu. En sum alast upp við stöðug skilaboð frá samfélaginu um að þau tillheyri ekki. Oftast eru þetta ómeðvituð skilaboð sem við öll sendum frá okkur og borast inn í undirmeðvitund viðkomandi um að hann, hún eða hán sé gallað. Ég er sekur um að senda meira
10. júlí 2023 kl. 10:08

Sjúkdómar taka ekki sumarfrí.

„Því miður þá verð ég að segja þér að þú ert með krabbamein á þriðja stigi og ef ekkert verður að gert núna þá er ekki aftur snúið. Það verður að hefja meðferð núna strax. En því miður verð ég líka að segja þér að það er ekki hægt. Krabbameinsdeildin fer nefnilega í frí allan júlí og fyrstu vikuna í ágúst. Við verðum því bara að vona það besta og það verði ekki of seint að hefja meðferð um meira
28. júní 2023 kl. 9:55

Fyrstu viðbrögð skipta öllu máli

„Ég verð því miður að viðurkenna að við stóðum okkur afar illa í þessu máli og þessi skýrsla er áfellisdómur yfir okkar vinnubrögðum. Okkur var sem betur fer boðin sátt í þessu máli sem við munum greiða. En það sem skiptir meira máli er að við fengum tækifæri til að lagfæra okkar ferla. Við tókum málið strax alvarlega og endurskoðuðum alla okkar ferla til að koma í veg fyrir að mál sem þetta meira
7. júní 2023 kl. 8:19

Töfralausnir eru ekki til

Nú eru allt í einu allir orðnir sérfræðingar í vöxtum og verðbólgu. Ekki ósvipað því þegar við urðum öll skyndilega sérfræðingar í bóluefnum og grímum. Flestir þessara sérfræðinga tala út frá sínum persónulegum þörfum eða hagsmunum en fáir virðast velta fyrir sér raunveruleikanum og af hverju við erum núna með verðbólgu og af hverju það er ekki bara hægt að leysa hana með því að hækka alla í meira
19. maí 2023 kl. 9:09

Að vera með sjálfum sér

Þar sem bý að hluta til í Oslo og vinn þar er ég oft einn á kvöldin. Silja konan mín, börnin og barnabörnin búa öll á Íslandi. Ég varð smám saman háðari símanum og iPad-inum. Í hvert sinn sem ég var einn í þögn, tók ég upp annaðhvort tækið og tékkaði hvort eitthvað hefði breyst á fréttamiðlunum, LinkedIn og Snapchat. Ég er sem betur fer ekki til á Facebook og Instagram og hef aldei verið. En meira
2. maí 2023 kl. 15:30

Ég vorkenni Einari?

 Ég hef nú í mörg ár fylgst með borginni okkar að sökkva dýpra og dýpra í skuldir, þjónustuna versna og verða óskipulegri. En ef þú heldur að hér sé á ferðinni enn ein pólistíska greinin um það hvað Dagur sé lélegur borgarstjóri og að skipta þurfi um meirihluta, þá verðurðu fyrir vonbrigðum,    Að reka borg er ekkert smámál. Reykjavíkurborg, Landspítalinn og Icelandair eru þrír meira
18. apríl 2023 kl. 13:42

Nýtum tímann

Það er aldrei tímien samt er ég alltaf að bíðaÞað er aldrei tímien samt kemur nýr dagurEftir hverju er ég að bíða,það er kominn nýr dagur.Það skrítna við tímann er hvað hann er afstæður. Sundum er hann ótrúlega lengi að líða en stundum er hann allt í einu bara búinn. Stundum myndum við vilja getað spólað áfram og stundum til baka. Það er ansi oft sem ég væri til í að geta spólað til baka en það er meira
14. mars 2023 kl. 16:46

Ekki skrítið að fólk verði reitt

Margir hlutir hafa áhrif á líðan fólks en fjárhagslegar áhyggjur og óöryggi í fjálmálum ristir þar mjög djúpt. Bæði getur fólk orðið dofið og langþreytt, sem hefur áhrif á getu þeirra til að koma sér út úr aðstæðunum eða þá að fólk fær aukna orku til að gera eitthvað í málunum – og svo er það reiðin í báðum tilfellum.Ég hef gaman að því að tala við ungt fólk. Þannig fær maður orku en líka meira
2. mars 2023 kl. 13:13

Kredithirðir eða ekki?

Í síðasta pistli var ég að velta fyrir mér egói og hvernig það þvælist fyrir fólki í samskiptum. En það eru fleiri hliðar á peningnum. Til eru nokkrar gerðir af fólki; það er fólkið sem getur ekki tekið heiðurinn af neinu sem það gerir og finnst það bara vera fyrir í samfélaginu. Það er týpan sem oft er gert grín fyrir að byrja á að afsaka sig með orðum eins og „fyrirgefið hvað þetta er nú meira
21. febrúar 2023 kl. 12:33

Reiður úti á plani

Stoltið og réttsýnin geta verið skrítin systkin, sérstaklega þegar við upplifum að eitthvað hafi verið gert á okkar hlut. Við eigum erfitt með að kyngja stoltinu þó að það sé augljóslega okkur í hag. Við mætum hörðu með hörðu af því að við lítum hlutina með okkar augum og eigum rétt á því. Hver kannast ekki við manninn sem mætir reiður inn í verslun með bilaðan hlut og rausar um hvað þetta sé meira
13. febrúar 2023 kl. 13:29

Er ferðaþjónustan bara fyrir láglaunafólk?

Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við HÍ og fráfarandi meðlimur í peningastefnunefnd, skrifaði nýverið grein þar sem hann segir að ferðaþjónustan sé láglaunagrein í hálaunalandi og að það sé dæmi sem gangi ekki upp. Einnig heldur hann því fram að ferðaþjónustan sé góð aukagrein, góð byggðastefna en afleit grein til að búa til verðmæt störf og lífskjör fyrir Íslendinga í framtíðinni.Ég rak upp stór meira
28. nóvember 2022 kl. 13:54

Refsingar virka öfugt

Ég er búinn að vera að velta fyrir mér refsingum og hvort refsingar virka. Heimurinn er fullur af refsingum og við erum því alin upp í skólakerfinu og lífinu sjálfu við það að ef við högum okkur ekki eins og við eigum að gera þá sé okkur refsað. Þannig eigum við að læra af reynslunni og láta af þeirri hegðun. Fáum punkta fyrir mætingu, í umferðinni, látin sitja eftir, gera armbeygjur, borga meira
16. maí 2019 kl. 13:56

Afi í Palestínu

Ég fæddist frjáls en kvarta samt ég fæddist í friði með allt sem ég þarfnast en kvarta samt kvarta yfir veðrinu, vöxtunum og verðinu   En hvað ef ég fengi steikjandi hita, engar afborganir og lægra verð? Yrði ég þá ánægður? Eins og landlausi maðurinn sem brosti til mín í Palestínu. Ég flýg heim til að kvarta yfir veðrinu. Ég var svo heppinn að vera í Ísrael og Palestínu nýlega þar sem ég var meira
14. mars 2019 kl. 14:35

Afi á instagram

Þetta er pistill 3 í pistlaröðinni þar sem ég varð nýlega afi.   Stærsti munurinn á því hvernig er að verða foreldri í dag og þegar ég og konan mín stóðum í þeim sporum árið 1991 í fyrsta skipti eru samfélagsmiðlarnir. Ég hringdi úr tíkallasíma, eins og þeir voru kallaðir, bæði í foreldra mína og tengdaforeldra til að segja þeim fréttirnar áður en ég yfirgaf fæðingardeildina. Gekk svo út af meira
18. febrúar 2019 kl. 10:54

Afi í fæðingarorlofi

Afi í fæðingarorlofi Okkur hjónunum hlotnaðist nýlega sú gleði að verða afi og amma í fyrsta skipti. Það vakti upp miklar tilfinningar hjá mér og opnaði augu mín fyrir foreldrahlutverkinu á alveg nýjan hátt. Að vera afi er allt annað en að vera sjálfur foreldrið og í kjölfarið ákvað ég að gera þessa greinaröð – um muninn á því að verða foreldri nú og þegar við hjónin urðum það. Þetta er meira
6. febrúar 2019 kl. 22:08

Nýfæddur afi

Stórkostleg tíðindi bárust um daginn þar sem nýtt ráðuneyti varð til á Íslandi, Barnamálaráðuneytið. Þegar ég var barn, þá hefði þetta verið eitthvað sem gæti komið fyrir í grínþætti en ekki í raunveruleikanum. En hugmyndir okkar um lífið og því sem er mikilvægt hafa sem betur fer þroskast og breyst á þeim 50 árum frá því ég fæddist. Hvað er að verða foreldri og hvernig eru kröfur samfélagsins um meira
Valgeir Magnússon

Valgeir Magnússon

Valgeir er auglýsinga og markaðsmaður ásamt því að vera rithöfundur, textahöfundur, dægurlagahöfundur, pistlahöfundur, pabbi og afi. Valgeir er stjórnarformaður hjá Pipar\TBWA, The Engine, Ghostlamp og Fastland. Stofnandi og einn eigenda Landnámseggja í Hrísey og stjórnarformaður í Hrísey verslun. Framkvæmdastjóri SDG\TBWA og Scandinavian Design Group í Noregi og stjórnarmaður í TBWA\Nordic og varaformaður Norsk-íslenska viðskiptaráðsins.

Meira