Namche Bazar er höfuðstaður Sherpanna eins og nafnið Bazar bendir til er þetta markaðs- og kaupstaður. Hingað koma heimamenn með körfur fullar af varningi og eiga viðskipti. Markaðurinn er haldinn á föstudögum og laugardögum. Þarna má finna allt frá ræktuðu grænmeti, osta, smjör, krydd og aðra matvöru yfir í fatnað, skóbúnað og ýmislegt nytsamlegt. Þar sem það eru engir vegir er þetta allt borið á bakinu og oft á tíðum í fléttuðum körfum. Allir virðast eiga sína körfu sama á hvaða aldri viðkomandi er og gjarnan má sjá litla krakka bera litlar körfur með einhverju smávægilegu í enda virðist það mikið sport að gera eins og fullorðna fólkið.
Í Namche er líka mikið af verslunum fyrir ferðamenn og óhætt er að segja að þarna fáist næstum því allt, allavega allt sem maður gæti þurft á að halda í gönguferð upp í grunnbúðir. Þarna eru líka verslanir sem selja handverk, bæði skartgripi, ýmislegt prjónelsi og leðurvarning.
Á einu horninu á aðal verslunargötunni er verslunin Tibetian Handcraft sem vinkona mín Dechen Doma rekur ásamt manninum sínum Ngawang Chultim. Hana hef ég heimsótt í öll skiptin sem ég hef komið til Namche en vinskapur tókst á með okkur árið 2014 þegar ég kom þangað í fyrsta skipti. Þá var ég áleiðinni á Everest og gaf hún með sérstakt blessunarhálsmen sem ég bar allan tímann á meðan ég var í Nepal. Flestir Nepöslku munirnir sem er að finna á heimilinu mínu koma úr búðinni hennar.
Dechen er hlýr persónuleiki með stórt og bjart karma sem skín í gegnum vinnuna hennar. Hún framleiðir að mestu leiti sjálf það sem er til sölu í búðinni hennar og Ngawang hjálpar til en einhverjir munanna koma frá Kathmandu. Dechen er fætt í Tibet en kom yfir landamærin 18 ára gömil með frænda sínum sem var munkur í von um að fá skólagöngu og menntun en eitthvað fór úrskeiðis í þeim efnum og ekkert varð úr þeim plönum. Dechen réði sig því í samskonar verlsun og hún rekur í dag í nálægu þorpi þar sem hún lærði ýmislegt um viðskipti og rekstur samhliða vinnunni safnaði hún fjármagni og þegar hún var komin með nóg hélt hún til Namche þar sem hún stofnaði sína eigin verlsun. Á meðan ferðamanna straumirnn er nægur gengur reksturinn vel. Þau hjónin eiga þó ekki húsnæðið sem verslunin er í né sitt eigið íbúðahúsnæði því segjast þau muni íhuga flutining ef að rekstarforsendur muni breytast á einhvern hátt. Þeim hjónum hefur ekki orðið barna auðið en vilja gjarnan aðstoða barn til náms eða styðja á annan hátt sé þess kostur.
Dechen er ein af 10 systkynum og heldur sambandi við þau í gengum netið og síma en það eru meira en 15 ár síðan hún sá þau síðast þar sem hún hefur ekki fengið vegabréfsáritun til þess að fara yfir til Tibet en stjórnsýslan í Nepal getur verið ansi snúin. Hún hefur ítrekað reynt en án árangurs, ferlið er langt og því vonbrigði að fá neitun.
Eins og áður sagði er Dechen ákaflega hlýr persónuleiki og annt um að öðrum vegni vel. Að skilnaði í þetta skiptið gefur hún mér sérstakt hálsmen sem systir hennar bjó til. Á meninu er lítil búddísk bænabók sem er saumuð inn í ákaflega fallegt efni. Hún leggur mér línurnar að hafa það ávallt um hálsinn nema þegar ég fer í sturtu. Hún gefur mér annað samskonar men fyrir Dendi vin minn. Við föðmumst að skilnaði og ætlum að hittast aftur að leiðangri loknum.