Uppskeruhátíð sviðslistanna, Gríman, var haldin við hátíðlega athöfn í Borgarleikhúsinu 16. júní. Leikarastéttin klæddist í sitt fínasta púss í tilefni dagsins. Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Gunnar Hansson voru kynnar kvöldsins. Veitt voru verðlaun í 16 flokkum sviðslista auk heiðursverðlauna en þau hlaut Oddur Björnsson fyrir framúrskarandi ævistarf í þágu sviðslista.
Sýning ársins: Lér konungur
Leikskáld ársins: Auður Jónsdóttir og Ólafur Egill Egilsson fyrir Fólkið í kjallaranum.
Leikstjóri ársins: Benedikt Adrews fyrir leikstjórn á Lér konungi
Leikari ársins í aðalhlutverki: Arnar Jónsson í Lér konungi
Leikkona ársins í aðalhlutverki: Unnur Ösp Stefánsdóttir í Elsku barni
Leikari ársins í aukahlutverki: Atli Rafn Sigurðsson í Lér konungi
Leikkona ársins í aukahlutverki: Margrét Vilhjálmsdóttir í Lér konungi
Leikmynd ársins: Halla Gunnarsdóttir fyrir Strýhærða Pétur
Búningar ársins: Filippía I. Elísdóttir fyrir Ofviðrið
Lýsing ársins: Björn Bergsteinn Guðmundsson fyrir Ofviðrið
Tónlist/hljóðmynd ársins: Hildur Ingveldardóttir Guðnadóttir fyrir Lér konung
Söngvari ársins: Ólafur Kjartan Sigurðsson í Rigoletto
Dansari ársins: Gunnlaugur Egilsson fyrir Pars Pro Toto
Danshöfundur ársins: Valgerður Rúnarsdóttir fyrir Eyjaskeggi
Barnasýning ársins: Brúðusýningin Gilitrutt
Útvarpsverk ársins: Djúpið