Alsæla á frumsýningu Hetjum Valhallar

Eva María Jónsdóttir, Egill Breki Scheving og Sigrún Ágústsdóttir.
Eva María Jónsdóttir, Egill Breki Scheving og Sigrún Ágústsdóttir. Sigurgeir Sigurðsson

Teiknimyndin Hetjur Valhallar var forsýnd í vikunni. Myndin hefur fengið stórkostlega dóma. Myndin er eitt stærsta kvikmyndaverk sem ráðist hefur verið í hérlendis. CAOZ framleiðir myndina og var hún gerð á sjö og hálfu ári. Þetta er ekki fyrsta teiknimyndin sem CAOZ gerir því fyrirtækið gerði einnig  Litlu ljótu lirfuna og Önnu og skapsveiflurnar.

Leikstjóri myndarinnar er Óskar Jónasson og meðleikstjórar eru Toby Genkel og Gunnar Karlsson. Handritshöfundur er Friðrik Erlingsson og aðalframleiðendur eru Hilmar Sigurðsson og Arnar Þórisson.

Með helstu hlutverk í íslensku talsetningunni fara Atli Rafn Sigurðsson sem Þór, Þórhallur “Laddi” Sigurðsson sem Mjölnir, Egill Ólafsson sem Óðinn, Ágústa Eva Erlendsdóttir sem Edda, Katla Margrét Þorgeirsdóttir sem Hel, Ólafur Darri Ólafsson sem Þrymur, Ester Talía Casey sem Freyja, Helga Braga Jónsdóttir sem Mamma, Örn Árnason sem Heimdallur og Þröstur Leó Gunnarsson sem Sindri.

Áslaug Pálsdóttir og Þórir Kjartansson.
Áslaug Pálsdóttir og Þórir Kjartansson. Sigurgeir Sigurðsson
Sævar Jóhannesson og Sigrún Nanna Sævarsdóttir.
Sævar Jóhannesson og Sigrún Nanna Sævarsdóttir. Sigurgeir Sigurðsson
Kristinn og Hrefna létu sig ekki vanta.
Kristinn og Hrefna létu sig ekki vanta. Sigurgeir Sigurðsson
Esther Talía, Ólafur Egill, Reynir Lyngdal mættu með börnin.
Esther Talía, Ólafur Egill, Reynir Lyngdal mættu með börnin. Sigurgeir Sigurðsson
Þorvaldur Óttar og Gylfi.
Þorvaldur Óttar og Gylfi. Sigurgeir Sigurðsson
Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Bergur Jónsson.
Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Bergur Jónsson. Sigurgeir Sigurðsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda