Gömlu vinkonurnar Katrín Júlíusdóttir viðskiptaráðherra og Tinna Ólafsdóttir, einn af eigendum Ígló, geisluðu af þokka þegar Ígló opnaði nýja verslun í Kringlunni. Fyrir utan að vera vinkonur eiga þær það sameiginlegt að hafa báðar eignast tvíbura á árinu.
Katrín Júlíusdóttir eignaðist drengina Kristófer Áka og Pétur Loga með eiginmanni sínum Bjarna Bjarnasyni skáldi og Tinna börnin Fanneyju Petru og Grím Fannar með eiginmanni sínum Karli Pétri Jónssyni. Eins og sést á myndunum fer tvíburamömmuhlutverkið þeim vel.