Hárinu, nýrri bók eftir Theódóru Mjöll með myndum Sögu Sig, var fagnað um helgina á Rauðhettu og úlfinum. Búið er að gera þætti upp úr bókinni sem sýndir verða á mbl.is. Fyrsti þátturinn verður sýndur á Smartlandi í vikunni.
Í bókinni er að finna 70 greiðslur fyrir sítt og millisítt hár. Greiðslurnar eru hver annarri fegurri og ætti hártíska kvenna að taka stakkaskiptum ef þær fara eftir öllum trixunum í bókinni.