Ljósmyndakeppni Íslands var fagnað á Kex Hostel á fimmtudag, þar sem fyrsti þáttur í samnefndri þáttarröð var jafnframt frumsýndur.
Þættirnir er samstarfsverkefni mbl.is, SkjásEins og Canon. Um er að ræða útsláttarkeppni þar sem átta keppendur hefja leik í fyrstu en þeim fækkar jafnt og þétt með hverjum þætti. Samhliða fer fram ljósmyndakeppni á vef mbl.is í hverri viku, þar sem áhugasamir geta spreytt sig við sama þema og keppendur í þáttunum.
Þemað í fyrsta þætti var „Portrett“ og hafa þegar borist 460 myndir í í gegnum vefinn. Lokað verður fyrir þetta þema á miðvikudag og vinningsmyndin sýnd í fyrsta sjónvarpsþættinum sem sýndur verður fimmtudaginn 28. mars næstkomandi.
Ný keppni hefst síðan á föstudaginn þar sem þemað er „Sófi“
Myndir eru sendar inn hér.