Teitur Jónasson, útgáfustjóri Fréttatímans og einn eigenda Kvosarinnar Downtown Hotel, sem er nýtt hótel í hinu fornfræga húsi Kirkjuhvoli gegnt Dómkirkjunni og Alþingishúsinu, hélt upp á fertugsafmælið sitt einmitt þar síðastliðið laugardagskvöld. Í stað þess að þiggja afmælisgjafir óskaði Teitur eftir því við veislugesti að þeir legðu til peninga í sjóð til þess að festa kaup á sérstöku reiðhjóli handa Sunnu Valdísi Sigurðardóttur sem er eini AHC-sjúklingurinn á Íslandi.
„Ég hafði séð að Siggi, pabbi hennar Sunnu, sem er mjög góður vinur minn, hafði auglýst eftir notuðu ódýru Kristjaníuhjóli (svona með kassa) af því að Sunnu langaði svo út að hjóla. Þá kviknaði hjá mér hugmynd að safna fyrir almennilegu hjóli fyrir hana og upplagt að gera það í afmælinu mínu. Ég á nóg af koníaki og kertastjökum,“ segir Teitur.
Hann segir að það hafi reynst erfitt að finna hjól sem hentaði. „Á endanum fundum við hjólið í Þýskalandi og Siggi fór þangað að sækja það. Það var svo Bílaklæðning Ragnars Valssonar sem gaf nýtt áklæði á stólinn til að gera hann skvísulegri og Rafhjól á Grensásvegi gáfu á það rafmótor svo það kæmist víðar. Við náðum svo að safna fyrir hjólinu í afmælinu, sem er afar ánægjulegt. Siggi og Ragga, foreldrar Sunnu, eru algjörar hetjur og mér finnst að sem flestir eigi að leggja þeim lið,“ segir Teitur.
Þeir sem vilja leggja Sunnu Valdísi lið geta gert það á www.ahc.is.
Teitur Jónasson.
mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir
Hafsteinn Júlíusson, Gústaf B. Ólafsson, Teitur Jónasson og Júlíus Hafsteinsson.
mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir
mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir
Hér er Teitur að skála við afa sinn Teit Jónasson.
mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir
mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir
Afmælisbarnið Teitur Jónasson.
mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir
Teitur Jónasson ásamt dóttur sinni Sunnu og föður sínum, Jónasi Haraldssyni ritstjóra Fréttatímans.
mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir
Hari, ljósmyndari og bróðir afmælisbarnsins, Sigtryggur og ljósmyndari AFP á Íslandi Þorvaldur Örn Kristmundsson.
mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir
Nanna Kristín Johansen og eiginmaður hennar Eyvindur Sólnes.
mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir
Helga Sigurðardóttir, Aðalheiður Ásgeirsdóttir og Ragnheiður Guðmundsdóttir.
mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir
Hilmar Teitsson, Ingibjörg Þóra og Einar Marteinsson.
mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir
Carlo Cupailo og Hrafnhildur Einarsdóttir.
mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir
Börn afmælisbarnsins, Tinni Teitsson og Sunna Teitsdóttir.
mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir
mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir
Yfirkokkur Bergsson, Þórir Bergsson, býður gesti staðarins velkomin og býður líka öllum að gjöra svo vel að fá sér af kræsingunum.
mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir
Yfirkokkur staðarins undirbýr girnilega veislu.
mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir
Eiginkona afmælisbarnsins Dóra Fjölnisdóttir, Kirsten Jensen, Peter Jensen og Ragnhildur Ólafsdóttir.
mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir
Dóra Fjölnisdóttir, eiginkona Teits, ásamt foreldrum sínum Fjölni Björnssyni og Evu Gestsdóttur og handboltakonunni Ágústu Eddu Björnsdóttur.
mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir
Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Erla Hlynsdóttir.
mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir
Atli Þorbjörnsson og Kristinn Grétarsson.
mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir
Hjólið hennar Sunnu Valdísar.