Bókin Stígum fram eftir Sheryl Sandberg, aðalframkvæmdastjóra Facebook, er komin út á íslensku. Henni var fagnað af konum og körlum í Eymundsson en Guðrún Bergmann þýddi bókina og gefur hana út.
Í bókinni hvetur Sandberg konur meðal annars til að stíga fram og yfirvinna aldagamlar innrætingar og leita eftir leiðtogahlutverkum innan fyrirtækja, stofnana og í stjórnmálum.