Nína Dögg Filippusdóttir og Björn Hlynur Haraldsson kynntu sér nýverið haustlínuna frá Scotch & Soda í versluninni Sturlu á Laugavegi.
Nína Dögg leikur um þessar mundir í Húsi Bernhörðu Alba í Gamla bíói. Björn Hlynur er við tökur á framhaldþáttum Hamarsins og kemur fram í bandarísku sjónvarpsþáttunum The Borgias sem sýndir eru á SkjáEinum.
Á vef IMDB kemur fram að Björn Hlynur fari með hlutverk í tveimur nýjum erlendum kvikmyndum. Annars vegar er gamanmyndin Apples & Oranges sem Richard Scobie skrifar og leikstýrir. Hins vegar er rómantíska gamanmyndin Deserted Cities með Gael Garcia Bernal í aðalhlutverki en þeir hafa áður leikið saman á sviði í London.