Það var glaumur og gleði í gyllta salnum á Hótel Borg þegar Hildur Sverrisdóttir fagnaði 35 ára afmæli sínu og einnig framboði í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hildur fékk sæti Gísla Marteins Baldurssonar á dögunum þegar hann hvarf til annarra starfa en áður hafði hún verið varaborgarfulltrúi. Eins og sést á myndunum var vel mætt og var þar að finna fólk á öllum aldri.