Fréttakonan geðþekka, María Sigrún Hilmarsdóttir, eignaðist dóttur í gær með eiginmanni sínum, Pétri Árna Jónssyni, eiganda Viðskiptablaðsins.
Stúlkan var 14 merkur og 49 cm þegar hún kom í heiminn. Fyrir eiga María Sigrún og Pétur Árni son sem er tæplega tveggja ára.
Smartland Mörtu Maríu óskar fjölskyldunni til hamingju með stúlkubarnið.