Bragi Valdimar Skúlason sjónvarpsstjarna, tónlistarmaður og einn af eigendum Brandenburg lét sig ekki vanta á Lúðurinn sem fram fór í Hörpu á föstudaginn. Bragi klæddist gráum jakka með svörtum kraga og var í grárri skyrtu við. Lúðurinn er uppskeruhátíð auglýsingageirans og ríkti mikil gleði í húsinu þetta kvöld.