Það voru allir skælbrosandi í Hörpu í gærkvöldi þegar HönnunarMars var opnaður formlega. Björn Blöndal, borgarstjóraefni Besta flokksins, lét sig ekki vanta. Þar voru líka Halldór Halldórsson, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, Sóley Tómasdóttir, borgarstjóraefni VG, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóraefni Samfylkingarinnar.
Það var þó talað um allt annað en sorphirðu, grasslátt og umferðaröryggi í borginni því hönnunin átti hug og hjarta gestanna.