Manuela Ósk Harðardóttir mætti með ömmu sína á meistaraverk Arthurs Millers Eldraunina, sem frumsýnt var í gærkvöldi á stóra sviði Þjóðleikhússins.
Eldraunin er eitt þekktasta leikrit tuttugustu aldarinnar. Það var frumsýnt á Broadway árið 1953 og hlaut Tony-verðlaunin sem besta leikrit ársins. Þetta magnaða og áleitna verk hefur upp frá því ratað reglulega á svið virtustu leikhúsa heims og verið kvikmyndað.
Sögulegur bakgrunnur leikritsins er galdramálin í þorpinu Salem í Massachusetts árið 1692 en Miller skrifaði verkið með hliðsjón af þeim ofsóknum sem fjöldi fólks í Bandaríkjunum mátti þola á sjötta áratug síðustu aldar þegar fulltrúar yfirvalda lögðu ofurkapp á að fletta ofan af starfsemi kommúnista í landinu.