Kvikmyndin Vonarstræti var frumsýnd við hátíðlega athöfn í Háskólabíói í gærkvöldi. Þorsteinn Bachmann, Hera Hilmarsdóttir og Þorvaldur Davíð áttu hvíta tjaldið.
Þorsteinn Bachmann þurfti að létta sig og þyngja til skiptis fyrir hlutverkið og Hera Hilmarsdóttir kafaði djúpt ofan í vændisheiminn á árunum fyrir hrun. Það skilaði sér á sannfærandi hátt í Vonarstræti.