Viðskiptablaðið hélt upp á 20 ára afmæli sitt í sólskini og blíðu. María Sigrún Hilmarsdóttir fréttakona lét sig ekki vanta en eiginmaður hennar, Pétur Árni Jónsson, er einn af eigendum blaðsins.
Afmælið var haldið í Iðnó, sem er einn besti partístaður landsins, og þegar sólin fór að skína var opnað út á verönd og því flæddi partíið út í góða veðrið. Boðið var upp á veitingar í föstu og fljótandi formi.