Fyrsta golfmót Landssambands sjálfstæðiskvenna var haldið á fimmtudaginn var á Hamarsvelli í Borgarnesi. Tæplega 100 konur skemmtu sér á golfvellinum og var leikgleðin í fyrirrúmi.
Leikin var Stableford-punktakeppni, 18 holur, með forgjöf. Leikið var í tveimur flokkum, 0-28 og 28, 1-40. Veitt voru verðlaun fyrir 5 efstu sætin í hvorum flokki. Ein fyrir besta brúttó skor í höggleik. Nándarverðlaun voru veitt og sérstök verðlaun voru veitt fyrir lengsta teighögg á 9 braut og sigurvegarinn ber sæmdarheitið „Sjálfstæðissleggjan 2014“ næsta árið.
Sjálfstæðissleggjan í ár er Erla Pétursdóttir. Í fyrsta sæti í fyrir flokknum var Björg Kristinsdóttir og í seinni flokknum Edda Gunnarsdóttir. Að keppni lokinni var boðið upp á skemmtilegheit og snæddur var kvöldverður yfir verðlaunahafhendingunni sem fram fór á Icelandair Hotels, Hótel Hamri. Hanna Birna Kristjánsdóttir og Ragnheiður Elín Árnadóttir létu sig ekki vanta.