Það varð ekki þverfótað fyrir drottningum þegar tímaritið MAN hélt upp á eins árs afmæli sitt á Hlemmi Square í gær. Björk Eiðsdóttir ritstjóri og Auður Húnfjörð auglýsingastjóri héldu uppi stuðinu eins og þeim er einum lagið. Í boðinu voru velunnarar blaðsins ásamt blaðamönnum og svo voru forsíðustúlkurnar að sjálfsögðu á svæðinu.
HÉR er hægt að skoða myndir úr opnunarpartíi tímaritsins sem haldið var fyrir ári í gyllta salnum á Borginni.