Árlegt jólaglögg Vert markaðsstofu fór fram í gær á Þóroddsstöðum í Skógarhlíð, þar sem fyrirtækið er með skrifstofur sínar. Fjölmargir góðir gestir litu inn og gæddu sér á snittum, piparkökum, konfekti og auðvitað jólaglögg við lifandi tónlist, milda birtu jólaljósa og yl frá snarkandi arineldi.