Listakonan Maggý Mýrdal opnaði nýverið verslunina Fonts á Laugavegi 58a. Í vikunni hélt hún svo skemmtilegt boð fyrir gesti og gangandi sem gátu kynnt sér verslunina nánar. Sigga Kling mætti á svæðið og skemmti viðstöddum.
„Ég mætti með salvíu til að blessa staðinn og auka velmegun að indíánasið. Svo skoraði ég á Magnús Ver í sjómann en hann gaf mér alls ekki séns á að vinna þótt ég hafi grátbeðið hann um það. Ég notaði báðar hendur og allan minn mátt en það dugði ekki á þennan mikla meistara sem harðneitaði að tapa,“ útskýrir Sigga Kling sem gaf síðan viðstöddum dýrmæta óskasteina.