Borgarleikhúsið skartaði sínu fegursta í gær þegar stykkið Ekki hætta að anda eftir Auði Övu Ólafsdóttur var frumsýnt. Verkið er fyndið og á sama tíma áleitið um fjórar konur og flóknar tilfinningar.
Það var þétt setinn bekkurinn á frumsýningunni. Ragga Gísla og Birkir Kristinsson létu sig ekki vanta og heldur ekki Nanna Kristín Magnúsdóttir og Kristófer Dignus. Þess má geta að þau eru ekki par en hann er kvæntur leikkonunni Maríu Hebu Þorkelsdóttur sem fer með eitt af aðalhlutverkunum í sýningunni.