Árni Páll mætti með mömmu sinni

Rósa Björk Þorbjarnardóttir og Árni Páll Árnason.
Rósa Björk Þorbjarnardóttir og Árni Páll Árnason. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, bauð mömmu sinni, Rósu Björk Þorbjarnardóttur, með sér á frumsýningu á Fjalla-Eyvindi og Höllu í Þjóðleikhúsinu í gær. Árni Páll var ekki sá eini sem tók móður sína með því það gerði Egill Ólafsson einnig en Tinna Gunnlaugsdóttir, fyrrverandi þjóðleikhússtjóri, fer með hlutverk í sýningunni.

Verkið er ástríðufull ástarsaga fólks sem fer í útlegð. Fjalla-Eyvindur er eitt þekktasta verk íslenskra leikbókmennta fyrr og síðar. Verkið var frumsýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur árið 1911. Eftir rómaða sýningu leikritsins árið eftir í Dagmar-leikhúsinu í Kaupmannahöfn barst hróður þess víða og var það sýnt á Norðurlöndunum, í Þýskalandi, Englandi, Rússlandi og Bandaríkjunum. Gerð var eftir því sænsk kvikmynd árið 1918.

Sögur af útilegumanninum Fjalla-Eyvindi og hinni stórlyndu ástkonu hans, Höllu, sem uppi voru á átjándu öld, hafa lifað góðu lífi með íslensku þjóðinni allt fram á okkar daga. Leikrit Jóhanns Sigurjónssonar er átakamikið og grípandi, skrifað af næmum mannskilningi og býr yfir mikilli harmrænni dýpt.

Halla er efnuð ekkja sem ræður Eyvind til sín sem vinnumann. Þau verða ástfangin og þegar Eyvindur neyðist til að flýja til fjalla, vegna saka úr fortíðinni, ákveður Halla að fara með honum. Inni á hálendi Íslands bíður þeirra hatrömm barátta við hörð náttúruöfl, einsemd, útskúfun og ofsóknir. En ekki síður þurfa þau að glíma við eigin tilfinningar og takast á hvort við annað. Getur ást þeirra staðið af sér þessa þolraun?

Margrét Erla Guðmundsdóttir og Egill Ólafsson.
Margrét Erla Guðmundsdóttir og Egill Ólafsson. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir
Magnús Scheving og Ari Matthíasson.
Magnús Scheving og Ari Matthíasson. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir
Ari Matthíasson, Gígja Tryggvadóttir, Sigrún Sigurðardóttir og Sigurlaug M. Jónasdóttir.
Ari Matthíasson, Gígja Tryggvadóttir, Sigrún Sigurðardóttir og Sigurlaug M. Jónasdóttir. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir
Valur Freyr Einarsson, Úa Sóley Magnúsdóttir og Magnús Árni Skúlason.
Valur Freyr Einarsson, Úa Sóley Magnúsdóttir og Magnús Árni Skúlason. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir
Helga Bryndís Jónsdóttir og Níels-Thibaud Girerd.
Helga Bryndís Jónsdóttir og Níels-Thibaud Girerd. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir
Ólöf Eldjárn og Stefán Örn Stefánsson, foreldrar Stefáns Halls Stefánssonar …
Ólöf Eldjárn og Stefán Örn Stefánsson, foreldrar Stefáns Halls Stefánssonar sem fer með hlutverk Fjalla-Eyvindar. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir
Anna Hrönn Jóhannsdóttir og Heiður Agnes Björnsdóttir.
Anna Hrönn Jóhannsdóttir og Heiður Agnes Björnsdóttir. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir
Ari Matthíasson tekur vel á móti Frú Vigdísi Finnbogadóttur.
Ari Matthíasson tekur vel á móti Frú Vigdísi Finnbogadóttur. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir
Dagmar Una Ólafsdóttir og Eyþór Arnalds.
Dagmar Una Ólafsdóttir og Eyþór Arnalds. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir
Guðrún Hallgrímsdóttir, Frú Vigdís Finnbogadóttir og Ásta Valdimarsdóttir.
Guðrún Hallgrímsdóttir, Frú Vigdís Finnbogadóttir og Ásta Valdimarsdóttir. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir
Ingibjörg Sigurjónsdóttir, Harpa Arnardóttir, Áslaug Thorlacius, Margrét H. Blöndal og …
Ingibjörg Sigurjónsdóttir, Harpa Arnardóttir, Áslaug Thorlacius, Margrét H. Blöndal og Ragnar Kjartansson. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir
Óliver Elvarsson og Heiða Eiríksdóttir.
Óliver Elvarsson og Heiða Eiríksdóttir. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda