Drekasvæðið eru nýir þættir á Rúv og verður fyrstu þátturinn sýndur í kvöld. Þættirnir voru hinsvegar forsýndir í Bíó Paradís í gærkvöldi við mikinn fögnuð. Ari Eldjárn, Bragi Valdimar Skúlason og Guðmundur Pálsson eru handritshöfundar þáttanna en Kristófer Dignus leikstýrir þeim. Hópurinn hefur áður unnið saman við Áramótaskaupið.
Saga Garðarsdóttir, Hilmar Guðjónsson, María Heba Þorkelsdóttir, Birgitta Birgisdóttir og Nanna Kristín Magnúsdóttir fara með hlutverk í þáttunum.