Anna Pálsdóttir fjárfestir og eiginkona forsætisráðherra lét sig ekki vanta á listaverkauppboð til styrktar Leiðarljósi.
70 listamenn hafa gefið verk eftir sig á uppboð til styrktar Leiðarljósi, stuðningsmiðstöð fyrir börn með sjaldgæfa sjúkdóma. Uppboð á verkunum var haldið í Gamla bíói í gær en verðmæti einstakra verka hleypur á milljónum.