Íslenski dansflokkurinn frumsýndi BLÆÐI: obisidan pieces á Stóra sviði Borgarleikhússins í gærkvöldi. BLÆÐI er samstarfsverkefni Íslenska dansflokksins og Listahátíðar í Reykjavík og var öllu tjaldað til. Í þessari glæsilegu sýningu voru frumflutt þrjú verk eftir heimsþekkta danshöfunda, þau Damien Jalet, Sidi Larbi Cherkaoui og Ernu Ómarsdóttur.