Leynipartí á Petersen svítunni

Pétur Þór Halldórsson og Eva Valdimarsdóttir.
Pétur Þór Halldórsson og Eva Valdimarsdóttir. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Petersen svítan í Gamla Bíó iðaði af lífi á Menningarnótt. Svítan er staðsett á þriðju hæð Gamla Bíós en að undanförnu hafa staðið yfir umfangsmiklar endurbætur. Tromp Petersen svítunnar er án efa risastórar svalir þar sem er útsýni yfir Reykjavík. Nú hefur húsnæðinu verið breytt í bar og kaffihús og verður staðurinn opnaður formlega í næsta mánuði þegar framkvæmdum lýkur. 

Samúel Jón Samúelsson og Big Band héldu uppi stuðinu þegar ljósmyndari Smartlands Mörtu Maríu leit við í gær. 

Peter Petersen, bíóstjórinn sem stóð fyrir byggingu Gamla bíós árið 1926, lét innrétta fyrir sig íbúð á efstu hæð hússins sem hann bjó í. Sú íbúð var á tímum óperunnar notuð fyrir saumastofur og æfingaherbergi en hefur nú verið breytt í kaffihús og bar.

Petersen svítan verður opin dags daglega og fram á kvöld. Þar er boðið upp á glæsilegt úrval drykkja og m.a. sérbruggaðan Petersen bjór. Í Petersen svítunni verður einnig léttur matseðill svo tilvalið er að koma fyrir viðburði í Gamla bíó eða skjótast í hádeginu og njóta veitinga í glæsilegu umhverfi.

Eins og sést á myndunum var mikil stemning á staðnum á Menningarnótt. 

Karen María Jónsdóttir viðburðarstjóri menningarnætur, Hildur Gunnlaugsdóttir sem er í …
Karen María Jónsdóttir viðburðarstjóri menningarnætur, Hildur Gunnlaugsdóttir sem er í stjórn menningarnætur og Valný Aðalsteinsdóttir grúppía menningarnætur. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson
Ólafur Stolzenwald, Svandis Valdimarsdóttir, Dagný Valdimarsdóttir og Bryndís Valdimarsdóttir.
Ólafur Stolzenwald, Svandis Valdimarsdóttir, Dagný Valdimarsdóttir og Bryndís Valdimarsdóttir. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson
Stefán Pálsson og Sif Gunnlaugsdóttir.
Stefán Pálsson og Sif Gunnlaugsdóttir. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson
Margrét Björt Daðadóttir, Ásta Indía Valdimarsdóttir, Guðfinna Margrét Örnólfsdóttir og …
Margrét Björt Daðadóttir, Ásta Indía Valdimarsdóttir, Guðfinna Margrét Örnólfsdóttir og Elísabet Róbertsdóttir. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson
Hér var stemning.
Hér var stemning. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson
Tryggvi Jónsson og Rúna Thors.
Tryggvi Jónsson og Rúna Thors. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson
Regnhlífarnar komu sér vel.
Regnhlífarnar komu sér vel. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson
Bjarni Björnsson og Valtýr Bergmann.
Bjarni Björnsson og Valtýr Bergmann. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson
Guðmunda Eyjólfsdóttir, Helgi Hannesson, Jón Kári Jónsson og Sigmundur Hannesson.
Guðmunda Eyjólfsdóttir, Helgi Hannesson, Jón Kári Jónsson og Sigmundur Hannesson. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson
Hrafnhildur Himarsdóttir, Kristín Hilmarsdóttir og Þorkell Eiríksson.
Hrafnhildur Himarsdóttir, Kristín Hilmarsdóttir og Þorkell Eiríksson. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson
Anna Margrét og Leifur.
Anna Margrét og Leifur. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda