Inga Lind Karlsdóttir og Hlynur Sigurðsson mættu saman í útgáfuboð hjá Óttari Sveinssyni þegar nýja Útkallsbókin kom út. Inga Lind og Hlynur reka saman framleiðslufyrirtæki sem framleiðir sjónvarpefni.
Bókin heitir Útkall í hamfarasjó og fjallar um þegar á þriðja hundrað Íslendingar horfðust í auga við dauðann 1959. Þetta var á Nýfundnalandsmiðum í febrúar og eitt allra versta sjóveður sem Íslendingar hafa lent í á öldinni.