Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir lét hvorki hækjur né ófærð stoppa sig þegar hún mætti í konfektboð Nóa og Síríusar. Hún fótbrotnaði í eldhúsinu heima hjá sér við smákökubakstur nokkrum dögum eftir að henni var sagt upp vinnunni á Stöð 2. Það hvarflar þó ekki að henni að kvarta og hún mætti alsæl í boðið sem haldið var á Nauthóli.
Í boðinu var splunkunýr moli kynntur en hann er með saltri karamellu. Í boðinu gátu allir borðað súkkulaði eins og þeir gátu í sig látið.