Stórsöngvarinn Friðrik Ómar hélt glæsilega tónleika í Salnum í Kópavogi á dögunum. Tónleikarnir, Heima um jólin, heppnuðust einstaklega vel en þar bauð Friðrik Ómar til tónlistarveislu þar sem hann söng ný og gömul jólalög ásamt hljómsveit sem var skipuð okkar fremstu hjóðfæraleikurum.
Fram komu:
Jóhann Ásmundsson bassi
Kristján Grétarsson gítar
Kjartan Valdemarsson píanó
Diddi Guðnason slagverk
Jóhann Hjörleifsson trommur
Sigurður Flosason blásturshljóðfæri
Ari Bragi Kárason trompet
Íris Lind Verudóttir raddir
Ágústa Ósk Óskarsdóttir raddir
Þóra Gísladóttir raddir
Margrét Eir gestasöngur