Arnar Freyr og Salka Sól alsæl

Arnar Freyr Frostason og Salka Sól Eyfeld.
Arnar Freyr Frostason og Salka Sól Eyfeld. mbl.is/Freyja Gylfa

Það var svo innilega kátt á hjalla í Þjóðleikhúsinu þegar vampíruleikritið, Hleyptu þeim rétta inn, var frumsýnt. Rapparaparið Arnar Freyr úr Úlfi Úlfi og Salka Sól úr Amabadama og Reykjavíkurdætrum létu sig ekki vanta. 

Selma Björnsdóttir leikstýrir verkinu en fresta þurfti frumsýningu um tvær vikur vegna slyss sem Vigdís Hrefna Pálsdóttir leikkona varð fyrir á æfingu. 

Hleyptu þeim rétta inn er hrífandi verk um einelti, einsemd og óvenjulega vináttu. Það fjallar um Óskar sem er einmana, vinalaus og lagður í skuggalega gróft einelti í skólanum. Þegar hin dularfulla Elí flytur inn í íbúðina við hliðina á honum, þar sem hann býr einn með móður sinni, umturnast tilvera hans.

Þegar undarlegir og óhugnanlegir atburðir fara að eiga sér stað á svæðinu, áttar Óskar sig smám saman á því hvert leyndarmál Elí er. Hún er vampíra, sem verður að nærast á blóði fólks til að komast af. En hún er líka einstaklingur sem er einmana og utangarðs, rétt eins og Óskar sjálfur. Smám saman þróast á milli Óskars og Elís vinátta sem hvorugt þeirra átti von á eða gat látið sig dreyma um.

Leikritið Hleyptu þeim rétta inn er byggt á metsölubók og kvikmynd sænska rithöfundarins Johns Ajvides Lindqvists. Sænska kvikmyndin hefur notið mikillar hylli og var endurgerð í Hollywood undir nafninu Let Me In. Leikritið Let the Right One In hefur verið sýnt við miklar vinsældir í Royal Court leikhúsinu í London, Skoska þjóðleikhúsinu, St. Ann's Warehouse í New York og á Norðurlöndunum.

Birna Björnsdóttir, Selma Rún Rúnarsdóttir og Selma Björnsdóttir.
Birna Björnsdóttir, Selma Rún Rúnarsdóttir og Selma Björnsdóttir. mbl.is/Freyja Gylfa
Eyþór Laxdal Arnalds og Dagmar Una Ólafsdóttir.
Eyþór Laxdal Arnalds og Dagmar Una Ólafsdóttir. mbl.is/Freyja Gylfa
Hildur Jakobína Tryggvadóttir, Ari Matthíasson, Jakobína Finnbogadóttir, Helga Lilja Björnsdóttir …
Hildur Jakobína Tryggvadóttir, Ari Matthíasson, Jakobína Finnbogadóttir, Helga Lilja Björnsdóttir og Ólafur Indriði Stefánsson. mbl.is/Freyja Gylfa
Solveig Lilja Óladóttir, Victor Cilia, Harpa Cilia Ingólfsdóttir og Ivon …
Solveig Lilja Óladóttir, Victor Cilia, Harpa Cilia Ingólfsdóttir og Ivon Cilia. mbl.is/Freyja Gylfa
Tryggvi Klemens Tryggvason og Tryggvi Agnarsson.
Tryggvi Klemens Tryggvason og Tryggvi Agnarsson. mbl.is/Freyja Gylfa
Guðrún Jóna Stefánsdóttir og Rúnar Freyr Gíslason.
Guðrún Jóna Stefánsdóttir og Rúnar Freyr Gíslason. mbl.is/Freyja Gylfa
Karl Ágúst Úlfsson og Álfheiður Karlsdóttir.
Karl Ágúst Úlfsson og Álfheiður Karlsdóttir. mbl.is/Freyja Gylfa
Skafti Jónsson og Kristín Þorsteinsdóttir.
Skafti Jónsson og Kristín Þorsteinsdóttir. mbl.is/Freyja Gylfa
Bragi Þór Hinriksson og Guðjón Davíð Karlsson.
Bragi Þór Hinriksson og Guðjón Davíð Karlsson. mbl.is/Freyja Gylfa
Sigmundur Ernir Rúnarsson og Elín Sveinsdóttir.
Sigmundur Ernir Rúnarsson og Elín Sveinsdóttir. mbl.is/Freyja Gylfa
Egill Ólafsson, Sigurður Sigurjónsson og Tinna Gunnlaugsdóttir.
Egill Ólafsson, Sigurður Sigurjónsson og Tinna Gunnlaugsdóttir. mbl.is/Freyja Gylfa
Aðalbjörg Eiríksdóttir og Aðalheiður Einarsdóttir.
Aðalbjörg Eiríksdóttir og Aðalheiður Einarsdóttir. mbl.is/Freyja Gylfa
Erla Norðfjörð og Jóhanna Norðfjörð.
Erla Norðfjörð og Jóhanna Norðfjörð. mbl.is/Freyja Gylfa
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda