Sænski sendiherrann, Bosse Hedbergm, bauð heim í sendiherrabústaðinn að Fjólugötu 9 í gær. Fjólugatan skartaði sínu fegursta þennan mjúka og milda miðvikudag og lagði matarilminn um götuna.
Gestir sendiherrans eiga það sameiginlegt að kunna vel að meta Svíþjóð og ferðaperlur landsins. Ævintýrakokkurinn Yesmine Olsson, sem uppalin er í Svíþjóð, reiddi fram þjóðarrétti Svía eins og prinsessukökur og Jansson's frestelse og Karl Olgeirsson lék á píanóið sænska tóna. Eins og sjá má á myndunum var glatt á hjalla og margar góðar sögur frá Svíþjóð látnar flakka.
Guðrún Margrét Guðmundsdóttir og Ragnheiður Eiríksdóttir.
Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
Gunnar Páll Ólafsson og Linda Hrönn Björgvinsdóttir.
Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
Bosse Hedberg og Liselotte Widing eru hér ásamt einum gestanna.
Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
Yesmine Olsson brosti hringinn í boðinu ásamt gestum.
Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
Baldur og Bosse Hedberg.
Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
Engilbert Hafsteinsson, Svanhvít Friðriksdóttir og Skúli Mogensen.
Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
Kristín Kara, Ronja Ísabel og Matthildur Embla.
Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
Hjónin Kristján Kristjánsson og Þórunn Rannveig Þórarinsdóttir ásamt einum gestanna. Þess má geta að hjónin sögðu ákaflega fyndna sögu í boðinu sem ekki verður höfð eftir hér en þau bjuggu í Svíþjóð fyrir allmörgum árum.
Ljósmynd/Sigurjón Ragnar