Þórunn Elísabet Sveinsdóttir eða Tóta eins og hún er kölluð opnaði sýningu á verkum sínum í Hannesarholti á Menningarnótt. Um er að ræða ljósmyndasýningu þar sem hún fangar augnablikið á sinn einstaka hátt. Þetta er hennar fyrsta ljósmyndasýning.
Þórunn Elísabet er einn af þekktustu búningahönnuðum landsins en hún hefur í gegnum tíðina hannað meistaraverk fyrir leikhús og bíómyndir. Auk þess hefur hún hannað sviðsmyndir en hún fékk Grímuverðlaun fyrir verk sín árin 2003 og 2007. Þar að auki hefur hún unnið að myndlist og haldið einkasýningar á bútasaumsteppum og vegglistaverkum.
Gleðin sem fylgdi Menningarnótt smitaðist inn í Hannesarholt eins og sést á myndunum.