Magnús Már Guðmundsson, formaður borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar og borgarfulltrúi flokksins, hélt vel heppnaða teiti í húsnæði Samtakanna '78 við Suðurgötu á dögunum. Hann vill nú komast á þing og tekur þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar sem fram fer 8.-10. september. Hann sækist eftir 3.-4. sæti.
Anna Pála Sverrisdóttir Samfylkingarkona og fyrrverandi formaður Samtakanna ´78 var gestgjafi og Skúli Helgason borgarfulltrúi ávarpaði samkomuna.
Félagar Magnúsar Más fjölmenntu í teitina og eins og sést á myndunum var góð stemmning í húsinu.