Troðfullt á styrktartónleikum Stefáns Karls

Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Selma Björnsdóttir.
Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Selma Björnsdóttir. mbl.is/Freyja Gylfa

Leikarinn Stefán Karl Stefánsson berst við veikindi þessa dagana. Vinir hans efndu til styrktartónleika í kvöld í Þjóðleikhúsinu. Bubbi Morthens, Úlfur Úlfur, Ný dönsk, Salka Sól, Laddi, Gói, Hansa og Selma, Jón Ólafsson, Regína Ósk, Valgeir Guðjónsson og Stuðmenn komu fram. Edda Björgvinsdóttir leikkona var kynnir. 

„Nú er rann­sókn­um að mestu lokið og meinið fundið og staðsett. Það virðist ekki stórt og vel skurðtækt sem eru bestu frétt­ir sem ég hef fengið. Gul­an er kom­inn úr hæstu hæðum og ég er far­inn að ná upp orku. Fer nú heim í leyfi í nokkra daga fram að aðgerð sem verður 4 októ­ber sem er ein­mitt skírn­ar­dag­ur­inn minn, fæðing­ar­dag­ur föðurafa míns og gift­ing­ar­dag­ur for­eldra minna, heppi­legri dag er ekki hægt að finna.
Kveðjur ykk­ar um bata styrk og bæn­ir hafa hjálpað mér ótrú­lega mikið að taka á þessu áfalli sem mun án efa breyta lífi mínu til fram­búðar. Ég er hins­veg­ar full­ur af já­kvæðni og bjart­sýni og tek ekki annað í mál en að koma eft­ir hlé og láta ykk­ur hlægja ennþá meir en fyr­ir hlé,“ sagði Stefán Karl á face­book-síðu sinni á dög­un­um. 

„Það er ómet­an­legt að eiga góða vini og fjöl­skyldu. Ég er klökk­ur, orðlaus vegna fram­taks­ins og þakka auðmjúk­ur fyr­ir fram­lag koll­ega minna sem ég er svo hepp­inn að gera kallað mína bestu vini líka,“ seg­ir Stefán Karl. 

Hulda Karen Ólafsdóttir, móðir Stefáns Karls, Bríet Ólína, Steinunn Ólína …
Hulda Karen Ólafsdóttir, móðir Stefáns Karls, Bríet Ólína, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Elín, Þorsteinn Þorsteinsson, Júlía og Þorsteinn. mbl.is/Freyja Gylfa
Guðmundur Steingrímsson og Alexía Björg Jóhannesdóttir.
Guðmundur Steingrímsson og Alexía Björg Jóhannesdóttir. mbl.is/Freyja Gylfa
Rakel María, Gísli Örn Garðarsson og Garðar Sigur.
Rakel María, Gísli Örn Garðarsson og Garðar Sigur. mbl.is/Freyja Gylfa
María Skúladóttir og Hrafnhildur Finnbogadóttir.
María Skúladóttir og Hrafnhildur Finnbogadóttir. mbl.is/Freyja Gylfa
Eva Dögg Sigurgeirsdóttir, Sara Ísabella Guðmundsdóttir og Margrét Ýr Sigurgeirsdóttir.
Eva Dögg Sigurgeirsdóttir, Sara Ísabella Guðmundsdóttir og Margrét Ýr Sigurgeirsdóttir. mbl.is/Freyja Gylfa
Rósa Sól Jónsdóttir og Guðný Ósk Jónasdóttir.
Rósa Sól Jónsdóttir og Guðný Ósk Jónasdóttir. mbl.is/Freyja Gylfa
Laddi og Gói, í gervi Egils Ólafssonar.
Laddi og Gói, í gervi Egils Ólafssonar. mbl.is/Freyja Gylfa
Þórhallur Sigurðsson og Atli Þór Albertsson.
Þórhallur Sigurðsson og Atli Þór Albertsson. mbl.is/Freyja Gylfa
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda