Konur í kvikmyndum fögnuðu 10 ára afmæli

Ljósmynd/Justine Ellul

Um helgina átti WIFT á Íslandi 10 ára afmæli en samtökin voru stofnuð í tengslum við RIFF árið 2006.  WIFT eru alþjóðleg samtök og standa upp á íslensku fyrir konur í kvikmyndum og sjónvarpi. Samtökin hafa það að markmiði að styrkja tengslanet kvenna í bransanum og gera þær sýnilegri.  

WIFT á Íslandi hefur lagt mikla áherslu á að auka sögur kvenna í kvikmynda- og sjónvarpsflórunni og á næsta ári stefnir í fjórar frumsýningar á kvikmyndum í fullri lengd í leikstjórn kvenna og nokkrar leiknar seríur, þar sem konur koma að bæði handritsgerð og leikstjórn, eru áætlaðar til sýningar í sjónvarpi.

Til að fagna afmælinu og bjartri framtíð kvenna i kvikmyndum og sjónvarpi, var boðið til fundar á Hlemmur Square þar sem kvikmyndaleikstjórinn Deepa Metha, heiðursgestur RIFF í ár, átti fjörugar og uppbyggilegar samræður við íslenska kollega sína.

Deepa Metha.
Deepa Metha. Ljósmynd/Justine Ellul
Kristín Jóhannesdóttir.
Kristín Jóhannesdóttir.
Kolbrún Anna Björnsdóttir.
Kolbrún Anna Björnsdóttir.
Ingibjörg Reynisdóttir.
Ingibjörg Reynisdóttir. Ljósmynd/Justine Ellul
Helga Stephensen.
Helga Stephensen. Ljósmynd/Justine Ellul
Guðrún Ragnarsdóttir.
Guðrún Ragnarsdóttir. Ljósmynd/Justine Ellul
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda