Það var glatt á hjalla í Iðnó í gærkvöldi þegar Andaðu með Heru Hilmarsdóttur og Þorvaldi Davíð Kristjánssyni í aðalhlutverkum var frumsýnt. Andaðu er verðlaunaleikrit eftir Duncan Macmillan. Um er að ræða ástarsögu ungs pars sem er á tímamótum í lífi sínu. Þau standa frammi fyrir stærstu ákvörðun lífs sín sem tekur á.
„Snarpur dúett milli konu og manns í miðjum IKEA-draumnum. Hvað þýðir að eignast barn? Kolefnisspor við að eignast barn eru 10.000 CO2 sem er á við einn Eiffelturn! Ætlum við að vera ábyrgar manneskjur? Erum við réttu manneskjurnar til að eignast barn? Erum við að ofhugsa þetta? Er hægt að skipuleggja líf sitt eins og Excel-skjal?“ segir á Facebook-síðu sýningarinnar.
Verkinu er leikstýrt af Þóreyju Sigþórsdóttur, Alicja Ziolko sá um hreyfingar, Kjartan Darri Kjartansson sá um lýsingu og sýningarstjóri er Andrea Vilhjálmsdóttir.
Fjölmennt var á frumsýningunni eins og sést á myndunum hér fyrir neðan.
Inga Eiríksdóttir, Fanney Birna Jónsdóttir og Björg Magnúsdóttir.
mbl.is/Stella Andrea
Albert Eiríksson, Jóna Finnsdóttir og Þórey Sigþórsdóttir.
mbl.is/Stella Andrea
Viktor Orri Valgarðsson, Björg Magnúsdóttir og Fanney Birna Jónsdóttir.
mbl.is/Stella Andrea
Rannveig Þorkelsdóttir og Rannveig Kristjánsdóttir.
mbl.is/Stella Andrea
Þórunn Þórólfs og Erna Vala Arnardóttir.
mbl.is/Stella Andrea
María Pálsdóttir og Charlotte Böving.
mbl.is/Stella Andrea
Harpa Arnardóttir.
mbl.is/Stella Andrea
Bergþór Pálsson, Vigdís Finnbogadóttir, Anna Einarsdóttir og Albert Eiríksson.
mbl.is/Stella Andrea
Áslaug Friðriksdóttir, Jóhanna Símonar og Ingibjörg Gréta Gísladóttir.
mbl.is/Stella Andrea
Gígja Tryggvadóttir og Ari Matthíasson.
mbl.is/Stella Andrea
Sigríður Ásgeirsdóttir og Valdís Þorkelsdóttir.
mbl.is/Stella Andrea
Börkur Gunnarsson, Linda Blöndal og Áslaug Friðriksdóttir.
mbl.is/Stella Andrea
Oddný Vestmann og Kristján Þorvaldsson.
mbl.is/Stella Andrea
Svava Hrund Guðjónsdóttir og Magdalena Lára Sigurðardóttir.
mbl.is/Stella Andrea