Það var glatt á hjalla þegar Vísindasýning Villa var frumsýnd í Borgarleikhúsinu. Sýningin, sem búin er til af handritshöfundunum Vilhelm Anton Jónssyni, Völu Kristínu Eiríksdóttur og Vigni Rafni Valdórssyni, laðaði til sín marga framúrskarandi gesti. Fyrrverandi Borgarleikhússtjóri, Magnús Geir Þórðarson, mætti með eiginkonu sinni, Ingibjörgu Ösp Stefánsdóttur, og tveimur ungum sonum.
Tilraunaglös leika stórt hlutverk í sýningunni og bregða Vala og Villi á leik eins og enginn sé morgundagurinn. Þau prófa margt nýtt og útskýra ótrúlegustu hluti.