Salka Sól fékk bíl

Salka Sól er komin á Kia Soul sem er splunkunýr …
Salka Sól er komin á Kia Soul sem er splunkunýr og myndskreyttur eftir hennar höfði.

Það var skemmtileg stemmning þegar Kia Instore opnaði í Smáralind en um er að ræða fyrstu pop-up-verslun bílaumboðs hér á landi en verslunin verður opin fram að áramótum. 

„Það er alltaf gaman að gera eitthvað nýtt og þessi verslun er það svo sannarlega. Við viljum nýta þetta tækifæri til að tengjast viðskiptavinum okkar enn betur og verðum með mikið af viðburðum í vetur. Staðsetning er tilvalin fyrir þá sem eiga leið um til að máta bílana okkar við fjölskylduna og skoða úrvalið sem Kia býður upp á,“ segir Freyja Leópoldsdóttir, markaðsstjóri Bílaumboðsins Öskju.

Söngkona Salka Sól er komin á Kia Soul sem er hannaður eftir hennar höfði, þar að segja lakkið á honum. Hún fékk bílinn afhentan í sérstöku boði sem haldið var um helgina í Smáralind. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda