Spenna og samskiptaörðugleikar í mynd

Heiða Helgadóttir, Guðmundur Kristján Jónsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Heiða Helgadóttir, Guðmundur Kristján Jónsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.

Það var stemn­ing í loft­inu í Bíó Para­dís í gær þegar Elsa María Jak­obs­dótt­ir leik­stjóri frum­sýndi út­skrift­ar­mynd sína, Atelier, en hún út­skrifaðist á dög­un­um úr Danska kvik­mynda­skól­an­um. 

Elsa er fyrsta ís­lenska kon­an til að út­skrif­ast úr leik­stjórn­ar­deild hins virta skóla. Atelier er 30 mín­útna stutt­mynd og seg­ir frá ungri konu sem flýr amst­ur lífs­ins í út­ópískt hús á fjar­lægri eyju. Þegar krefj­andi hljóðlista­kona reyn­ist einnig dvelja í hús­inu er rónni raskað. Spenna og sam­skipta­örðug­leik­ar milli kvenn­anna stig­magn­ast á meðan húsið sjálft og dul­ar­full­ar kind­ur þrengja að þeim. Mynd­in er upp­full af dulúð, þrúg­andi skandi­nav­ísk­um míni­mal­isma, sjálfs­hjálp og beitt­um húm­or.

Atelier var tek­in upp á eyj­unni Furil­len við Got­land í Svíþjóð á síðasta ári.

Mynd­in var frum­sýnd á kvik­mynda­hátíðinni Karlovy Vary í Tékklandi í júlí síðastliðnum þar sem Elsa María var val­in af sam­tök­um evr­ópskra kvik­mynda­sjóða til þátt­töku í Fut­ure Frames – 10 New Directors to Follow.

Atelier verður sýnd á RIFF í flokki ís­lenskra stutt­mynda 30. sept­em­ber í Há­skóla­bíói og 7. októ­ber í Nor­ræna hús­inu.

Kristinn Vilbergsson, Lilja Jónsdóttir og Tinna Hrafnsdóttir.
Krist­inn Vil­bergs­son, Lilja Jóns­dótt­ir og Tinna Hrafns­dótt­ir.
Margrét Bjarnadóttir, Haraldur Jónsson og Melkorka Ólafsdóttir.
Mar­grét Bjarna­dótt­ir, Har­ald­ur Jóns­son og Mel­korka Ólafs­dótt­ir.
Haraldur Ari Stefánsson, Tómas Lemarquis, Högni Egilsson og Unnsteinn Manuel …
Har­ald­ur Ari Stef­áns­son, Tóm­as Lemarquis, Högni Eg­ils­son og Unn­steinn Manu­el Stef­áns­son.
Þórir Snær Sigurjónsson og Elsa María Jakobsdóttir.
Þórir Snær Sig­ur­jóns­son og Elsa María Jak­obs­dótt­ir.
Unnur Ösp Stefánsdóttir og Nína Dögg Filippusdóttir létu sig ekki …
Unn­ur Ösp Stef­áns­dótt­ir og Nína Dögg Fil­ipp­us­dótt­ir létu sig ekki vanta.
Elsa María Jakobsdóttir og Sigríður Thorlacius.
Elsa María Jak­obs­dótt­ir og Sig­ríður Thorlacius.
Andrea Róbertsdóttir og Valdís Arnardóttir.
Andrea Ró­berts­dótt­ir og Val­dís Arn­ar­dótt­ir.
Óskar Þór Axelsson, Hálfdán Pedersen og Sara Jónsdóttir.
Óskar Þór Ax­els­son, Hálf­dán Peder­sen og Sara Jóns­dótt­ir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda