Hreyfði við öllum frumum líkamans

Þórarinn Blöndal, Hanna Hlíf, Helga Stefánsdóttir, Guðmundur Kristjánsson og Arnór …
Þórarinn Blöndal, Hanna Hlíf, Helga Stefánsdóttir, Guðmundur Kristjánsson og Arnór Hákonarson. mbl.is/Stella Andrea

Himnaríki og helvíti var frumsýnt í gærkvöldi í Borgarleikhúsinu. Sýningin byggist á þríleik Jóns Kalmans Stefánssonar, bókunum Himnaríki og helvíti, Harmur englanna og Hjarta mannsins – einu umtalaðasta stórvirki íslenskra bókmennta á síðari tímum. Það var unun að hlusta á setningarnar í sýningunni og stundum var gott að loka augunum og bara hlusta. Það var samt ekki hægt að hafa augun lokuð allan tímann því leikmyndin og búningarnir eru svo mikið fyrir augað. Helga Stefánsdóttir er búningahönnuður sýningarinnar og Egill Ingibergsson hannaði leikmyndina. 

Egill Heiðar Anton Pálsson leikstýrir verkinu, sem er í fáum orðum sagt rúmlega þriggja tíma veisla. 

Aðalhlutverkð í sýningunni leikur Þuríður Blær Jóhannesdóttir en hún fer með hlutverk Stráksins sem trúir því að orð muni breyta heiminum og vekja látna aftur til lífs. Aðrir leikarar eru Margrét Vilhjálmsdóttir, Bergur Þór Ingólfsson, Birna Rún Eiríksdóttir, Björn Stefánsson, Hannes Óli Ágústsson, Haraldur Ari Stefánsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir og Valur Freyr Einarsson. 

Í verkinu er tekið á örlögum fólks sem er nátengt hafi, fjöllum og veðri, en örlög þess ráðast einnig í Plássinu þar sem mannlífi allra tíma á Íslandi er lýst og brugðið undir sjóngler og bæði konur og karlar takast á í hörkulegri lífsbaráttunni. Eitt eiga allar manneskjurnar sameiginlegt: Þær eru í leit að ástinni, en reynast misvel undirbúnar fyrir ferðalagið á þeim hála ís.

Bækur Jóns Kalmans Stefánssonar hafa verið þýddar á fjölda tungumála og vakið athygli fyrir skarpa afhjúpun á mannlegu eðli. Jón hefur margsinnis verið tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlanda og Íslensku bókmenntaverðlaunanna sem hann hlaut árið 2015. Hann hefur fengið fjölda annarra verðlauna, innlendra sem erlendra, og hefur í seinni tíð jafnvel verið orðaður við sjálf Nóbelsverðlaunin í bókmenntum.

Bjarni Jónsson hefur hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín, m.a. Grímuverðlaunin og Norrænu útvarpsleikhúsverðlaunin auk þess sem hann hefur verið tilnefndur í tvígang til Norrænu leikskáldaverðlaunanna.

Magga Pálma, Jón Baldvin, Bryndís Schram og Sigríður Ingvarsdóttir.
Magga Pálma, Jón Baldvin, Bryndís Schram og Sigríður Ingvarsdóttir. mbl.is/Stella Andrea
Andri Egilsson, Rakel Adolfsdóttir, Guðni Th. Jóhannesson og Berglind Ólafsdóttir.
Andri Egilsson, Rakel Adolfsdóttir, Guðni Th. Jóhannesson og Berglind Ólafsdóttir. mbl.is/Stella Andrea
Tómas Guðbjartsson og Dagný Heiðdal.
Tómas Guðbjartsson og Dagný Heiðdal. mbl.is/Stella Andrea
Huld Ingimarsdóttir og Hrund Gunnsteinsdóttir.
Huld Ingimarsdóttir og Hrund Gunnsteinsdóttir. mbl.is/Stella Andrea
Sveinn Karlsson og Anna Sigurðardóttir.
Sveinn Karlsson og Anna Sigurðardóttir. mbl.is/Stella Andrea
Theódóra Steinunn Valtýrsdóttir, Anna María Skaptadóttir, Emí Sara Björnsdóttir, Guðlaug …
Theódóra Steinunn Valtýrsdóttir, Anna María Skaptadóttir, Emí Sara Björnsdóttir, Guðlaug Bergmann og Linda Bjarnadóttir. mbl.is/Stella Andrea
Mæðgurnar Bessý Jóhannsdóttir, Jóhanna Margrét Gísladóttir og Erna Gísladóttir.
Mæðgurnar Bessý Jóhannsdóttir, Jóhanna Margrét Gísladóttir og Erna Gísladóttir. mbl.is/Stella Andrea
Halla Norðfjörð Guðmundar og Sæborg Ninja.
Halla Norðfjörð Guðmundar og Sæborg Ninja. mbl.is/Stella Andrea
Kolbrún Högnadóttir, Anna Solla, Nína Dögg Filippusdóttir og Petra Þorláksdóttir.
Kolbrún Högnadóttir, Anna Solla, Nína Dögg Filippusdóttir og Petra Þorláksdóttir. mbl.is/Stella Andrea
Ingibjörg Jóhannsdóttir og Marta Norðdal.
Ingibjörg Jóhannsdóttir og Marta Norðdal. mbl.is/Stella Andrea
Kristján Jóhann Jónsson og Dagný Kristjánsdóttir.
Kristján Jóhann Jónsson og Dagný Kristjánsdóttir. mbl.is/Stella Andrea
Finnur Beck, Páll Emil Beck, Valgerður Helga Eyjólfsdóttir, Lilja Guðmundsdóttir, …
Finnur Beck, Páll Emil Beck, Valgerður Helga Eyjólfsdóttir, Lilja Guðmundsdóttir, Helga Beck og María Hrund Marinósdóttir. mbl.is/Stella Andrea
Margrét Jónsdóttir, Bergdís Guðnadóttir og Kristín Eðvarsdóttir.
Margrét Jónsdóttir, Bergdís Guðnadóttir og Kristín Eðvarsdóttir. mbl.is/Stella Andrea
Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri ásamt eiginkonu sinni, lögmanninum Katrínu Oddsdóttur.
Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri ásamt eiginkonu sinni, lögmanninum Katrínu Oddsdóttur. mbl.is/Stella Andrea
Oddur, Sigmundur Ernir, Viðar Eggertsson, Sveinn Kjartansson og Pétur Jónasson.
Oddur, Sigmundur Ernir, Viðar Eggertsson, Sveinn Kjartansson og Pétur Jónasson. mbl.is/Stella Andrea
Oddur, Sigmundur Ernir, Viðar Eggertsson, Sveinn Kjartansson og Pétur Jónasson.
Oddur, Sigmundur Ernir, Viðar Eggertsson, Sveinn Kjartansson og Pétur Jónasson. mbl.is/Stella Andrea
Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Kolbrún Högnadóttir og Petra Þorláksdóttir.
Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Kolbrún Högnadóttir og Petra Þorláksdóttir. mbl.is/Stella Andrea
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda