Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ritari og þingmaður Sjálfstæðisflokksins ákvað að bjóða vinum og velunnurum í kokkteilboð heim til sín þar sem hún býr við Stakkholt í Reykjavík. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram um helgina og býður Áslaug Arna sig fram sem ritari flokksins.
Troðfullt var út úr dyrum hjá Áslaugu Örnu enda íbúðin ekki stærsta rými bæjarins. En þröngt mega sáttir sitja.