Jón Gnarr er kominn með alveg nýtt útlit. Alskegg og ný gleraugu geta breytt heildarmyndinni svo um munar. Hann skartaði þessu nýja útlit á kosningagleði Samfylkingarinnar sem fram fór í Gamla bíói á laugardaginn. Í kjölfar gleðinnar var grillað í Hjartagarðinum þar sem kosningamiðstöðin er til húsa.
Þegar Smartland náði tali af Jóni Gnarr sagði hann að honum hefði verið uppálagt að safna skeggi fyrir hlutverk sitt í Slá í gegn.
„Mér var gert að safna skeggi út af hlutverkinu mínu í Slá í gegn en gleraugun eru úr Sjón á Laugavegi. Hann kaupir gamlar lagera af umgjörðum. ég var búinn að vera að leita mér að gleraugum lengi en fann ekkert sem talaði til mín þangað til ég skoðaði hjá honum,“ segir Jón Gnarr.