Brostu hringinn enda enginn með skemmd

Bogi Guðmundsson, Þröstur Sigurjónsson, Þorbjörg Jensdóttir, Hafliði Lárusson og Matthías …
Bogi Guðmundsson, Þröstur Sigurjónsson, Þorbjörg Jensdóttir, Hafliði Lárusson og Matthías Þór Óskarsson.

HAp+ kynnti nýja vörulínu á veitingastaðnum Bergsson í Íslenska Sjávarklasanum í fyrradag. Rúmlega 150 gestir mættu í kynningarhófið þar sem kynnt var nýtt útlit á tannvænu HAp+ molunum og tvær nýjar bragðtegundir sem bættust í línuna.

„Það var  frábært að fá alla þessa  góðu gesti til að vera með okkur á þessum tímamótum. HAp+ vörulínan hefur nú stækkað og vörunum fjölgað. HAp+ molarnir eru nú með sex bragðtegundum og er litapalletan dásamleg: gul, rauð, græn, blá, brún og fjölublá. Kóla og lakkrís molarnir eru alveg nýir í línunni en fyrir voru bragðtegundirnar sítróna, jarðarberja & rabbabara, engifer &lime og menthol & eucalyptus, en sem nú verður mynta & eucalyptus,“ segir Dr. Þorbjörg Jensdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri IceMedico.

Þorbjörg fékk Íslensku frumkvöðlaverðlaunin árið 2016 frá Stjórnvísi fyrir stofnun og uppbyggingu IceMedico og HAp+ vörumerkins, en HAp+ molarnir voru upprunalega þróaðir fyrir fólk sem þjást af munnþurrki. HAp+ er afrakstur mikilla rannsókna Þorbjargar í doktorsnámi hennar í Danmörku þar sem hún stundaði rannsóknir í munnlyflækningum með áherslu á efna- og lífeðlisfræði munns sem og þá glerungseyðingu tanna. Tannlæknafélag Íslands mælir með HAp+ en HAp+ uppskriftin er nú einkaleyfisverndðu á heimsvísu.

„HAp+ molarnir örva munnvatnsframleiðslu tuttugufalt og eru þrisvar sinnum virkari en að tyggja tyggigúmmí. Molarnir sem voru upphaflega þróaðir sem lausn við munnþurrksvandarmáli eru nú að ryðja sér til rúms sem lífstílsvara, enda sykurlausir, kalkbættir, hitaeiningasnauðir og tannvænir. HAp+ er nýsköpun sem brúar bilið á milli matvælaiðnaðar og tannlæknisfræðinnar og telst til næstu kynslóðar af sælgæti,“ segir hún að lokum.

Tryggvi Björn Davíðsson, Bogi Þór Sigurðsson, Stefán Þór Bogason, Linda …
Tryggvi Björn Davíðsson, Bogi Þór Sigurðsson, Stefán Þór Bogason, Linda Björk Ólafsdóttir og Þorbjörg Jensdóttir.
Mæðgurnar Þórey Björnsdóttir og Þorbjörg Jensdóttir.
Mæðgurnar Þórey Björnsdóttir og Þorbjörg Jensdóttir.
Helga Þóra Eiðsdóttir og Hafliði Lárusson.
Helga Þóra Eiðsdóttir og Hafliði Lárusson.
Anna Sigga Pétursdóttir og Brynja Georgsdóttir.
Anna Sigga Pétursdóttir og Brynja Georgsdóttir.
Þorbjörg Jensdóttir, Finnbogi Jónsson og Helga Viðarsdóttir.
Þorbjörg Jensdóttir, Finnbogi Jónsson og Helga Viðarsdóttir.
Peter Holbrook, Brynja Björk Harðardóttir, Þorbjörg Jensdóttir og Marta Þórðardóttir.
Peter Holbrook, Brynja Björk Harðardóttir, Þorbjörg Jensdóttir og Marta Þórðardóttir.
Þorbjörg Jensdóttir og Linda Björk Ólafsdóttir.
Þorbjörg Jensdóttir og Linda Björk Ólafsdóttir.
Kristín Sördal, Guðmundur Kristmundsson, Friðrik Ó. Friðriksson, Guðmunda Elíasdóttir, Þorbjörg …
Kristín Sördal, Guðmundur Kristmundsson, Friðrik Ó. Friðriksson, Guðmunda Elíasdóttir, Þorbjörg Jensdóttir og Ómar Ingþórsson.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda