Frábær þátttaka var í golfmóti Landssambands sjálfstæðiskvenna sem haldið var á Hamarsvelli í Borgarnesi á dögunum. Meira en 70 konur tóku þátt í stuðinu og var Ragnhildur Sigurðardóttir, margfaldur Íslandsmeistari í golfi, mótsstjóri.
Spilað var í tveimur forgjafaflokkum og kepptu kylfingar um Sjálfstæðissleggjuna og Fálkadrottninguna. Þá voru einnig veitt nándarverðlaun og verðlaun fyrir fæst högg. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir stýrði gleðinni að loknu móti og var hún í sérlegu stuði þar sem hún var að hita upp fyrir veislustjórn í brúðkaupi föður síns sem fram fór um nýliðna helgi.
Eins og sést á myndunum er golf mikið stuð!
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Unnur Helga Kristjánsdóttir og Kristín Nielsen.
Guðrún Garðarsdóttir, Sirrý Hallgrímsdóttir, Vala Pálsdóttir, formaður LS, og Sólveig Pétursdóttir.
Guðrún Brynja Skúladóttir, Elsa Dóra Grétarsdóttir, Guðrún Garðarsdóttir og Sólveig Pétursdóttir.
Íris Ægisdóttir, Jónína Magnúsdóttir, Theodóra Stella Hafsteinsdóttir og Guðný Kristín Tómasdóttir.
Herdís Anna Þorvaldsdóttir smellir kossi á Ester Ólafsdóttur sem er hér með Ingibjörgu Engilbertsdóttur og Bergþóru Maríu Bergþórsdóttur.
Sigríður Ólafsdóttir og Kristjana Jónsdóttir.
Kristín Fjóla Gunnlaugsdóttir, Lovísa Traustadóttir, Ólöf Baldursdóttir og Ólöf Ásta Farestveit.
Sigríður Halldórsdóttir mætti með heimatilbúið lágkolvetnaljúfmeti.
Sybil Gréta Kristinsdóttir kom sá og sigraði forgjafaflokk 1 og er hér ásamt Raggý Guðjónsdóttur, Erlu Pétursdóttur og Ingibjörgu Valsdóttur.
Hér sjást systurnar Emilía og Sjöfn Björnsdætur ásamt Kristínu Vigfúsdóttur og Ástu Pálsdóttur.
Unnur Helga Kristjánsdóttir, Kristín Nielsen og Hólmfríður Bragadóttir.